Peningamál - 01.05.2010, Side 68

Peningamál - 01.05.2010, Side 68
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 68 Viðauki 2 Skekkjur í spám Seðlabanka Íslands Skekkjur í hagspám stafa yfirleitt af ófullkomnum upplýsingum um efnahagsstærðir sem byggt er á, mistúlkun á stöðu þjóðarbúskapsins, ófyrir séðum atburðum og ófullkomnum líkönum. Einhverjar skekkjur eru óhjákvæmilegar, aðrar ekki. Athugun á skekkjum í spám Seðlabankans getur gefið vísbendingar um mistök í spágerðinni eða mögulegar kerfis- breytingar í þjóðarbúskapnum. Hvort tveggja má nýta við frekari þróun á haglíkönum bankans og notkun þeirra við spágerðina. Verðbólguspár Seðlabankans Verðbólguspár Seðlabankans eru gerðar fjórum sinnum á ári til þriggja ára í senn. Spárnar eru þannig að peningastefnunni í spágerðinni er leyft að bregðast við framtíðarfrávikum verðbólgu frá verðbólgu- markmiði Seðlabankans og framleiðsluspennu. Þessi tæknilega for- senda spágerðarinnar gerir það að verkum að vextir Seðlabankans fá að hreyfast þannig að verðbólga leiti aftur í markmið bankans eins fljótt og miðlunarferli peningastefnunnar segir til um en þó þannig að aðlögunin kosti sem minnst í auknum framleiðsluslaka. Þessi eiginleiki spárinnar gerir það að verkum að verðbólga er ávallt í eða nálægt verðbólgumarkmiðinu í lok spátímans. Verðbólga árið 2009 Tólf mánaða verðbólga náði hámarki í janúar 2009 í 18,6%. Mikill við- snúningur í verðbólguþróun átti sér stað á árinu og dróst hún nokkuð hratt saman og var orðin 7,5% undir lok ársins og hafði verðbólga ekki mælst minni frá því í febrúar 2008. Tólf mánaða verðbólga var að meðaltali 12% árið 2009 en undirliggjandi verðbólga (þ.e. verðbólga án beinna áhrifa breytinga óbeinna skatta) mældist 11,4%. Á mynd 1 má sjá spár um þróun verðbólgu frá nóvember 2008 til loka ársins 2009. Í ágúst 2009 fór Seðlabankinn að spá sérstaklega fyrir um bein verðlagsáhrif af hækkun neysluskatta. Spárnar sem birtust í Peningamálum 2009/3 og 2009/4 sýna því undirliggjandi verðbólgu. Þegar spá Peningamála í nóvember 2008 var gefin út, skömmu eftir hrun íslenska bankakerfisins, virtust engin takmörk fyrir mögulegri gengis lækkun og útlit var fyrir að verðbólga færi upp fyrir 20%. Full komin óvissa var á þessum tíma um fyrirkomulag pen- ingastefnunnar. Í lok nóvember voru hins vegar sett á gjaldeyrishöft sem komu í veg fyrir að krónan lækkaði enn frekar. Í janúar 2009 hafði gengi krónunnar styrkst nokkuð eftir mikla veikingu á haustmánuðum og var um 14% sterkara en það hafði verið við útgáfu Peningamála í nóvember. Bankinn spáði þá í janúar 11,9% verðbólgu árið 2009. Spáin sem birt var í byrjun maí 2009 gerði hins vegar ráð fyrir mun veikari efnahagsumsvifum en fyrri spá og töluvert hraðari hjöðnun verðbólgunnar eða 9,9% árið 2009. Í þeirri spá sem birtist í Peningamálum 2009/3 var því spáð að verðbólga yrði 11,8% á árinu 2009 og að undirliggjandi verðbólga yrði 11,1%. Í nóvemberhefti Peningamála var spáð 12% verðbólgu og undirliggjandi verðbólgu 11,3%. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 1 Verðbólguspár PM 2008/3 - PM 2009/4 og undirliggjandi verðbólga 0 5 10 15 20 25 201020092008 Undirliggjandi verðbólga 11,4% árið 2009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Verðbólga Undirliggjandi verðbólga PM 2009/4 PM 2009/3 PM 2009/2 PM 2009/1 PM 2008/3 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.