Peningamál - 01.05.2010, Page 16

Peningamál - 01.05.2010, Page 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 16 Án gjaldeyrishafta hefði gengi krónunnar lækkað enn frekar … Þótt ótvírætt virðist að gengi krónunnar hefði lækkað enn frekar hefðu fjármagnshöftin ekki verið sett á, er afar erfitt að meta hversu mikið gengi krónunnar hefði getað lækkað. Lauslegt mat með þjóð- hagslíkani Seðlabankans gefur þó til kynna að gengi krónunnar hefði hæglega getað lækkað í 260-300 kr. gagnvart evru og jafnvel enn meira við ákveðin skilyrði. Þetta er svipað gengi og á aflandsmark- aðnum þegar það var lægst (sjá mynd III-10). Niðurstöður útreikn- inganna eru mjög háðar því hversu hratt peningastefnan bregst við með hækkun vaxta og hversu lengi fjárfestar vænta hárra vaxta í framtíðinni. Að auki má færa rök fyrir því að gengislækkunin hefði getað orðið enn meiri en þessar hermanir með þjóðhagslíkani bank- ans gefa til kynna þar sem þær taka líklega ekki nægjanlegt tillit til mögulegra áhrifa smæðar íslensks gjaldeyrismarkaðar og gera ekki ráð fyrir því að vítahringur lækkandi gengis og hækkandi áhættu- þóknunar á íslenskar fjáreignir myndist. Slíkur vítahringur gæti hæg- lega myndast þar sem mikil lækkun gengis gæti leitt til holskeflu gjaldþrota innlendra aðila, félagslegs og pólitísks óstöðugleika, auk- innar verðbólgu og hækkandi áhættuþóknunar, sem síðan leiðir til enn frekari gengislækkunar. … en höftunum fylgir kostnaður til lengri tíma Gjaldeyrishöftin hafa átt mikinn þátt í því að koma á gengisstöð- ugleika, sérstaklega eftir að þau fóru að virka sem skyldi þegar líða tók á síðasta ár. Þau eru hins vegar umdeild, enda ekki gallalaus. Meðal ókosta þeirra má t.d. nefna hefðbundinn efnahagslegan kostnað sem fylgir viðskiptahindrunum af hvaða tegund sem er og þá hagrænu sóun sem skapast þegar einstaklingar og fyrirtæki eyða kröftum sínum í að leita leiða fram hjá þeim og stjórnvöld kröftum sínum í að koma í veg fyrir brot á reglunum. Allt eru þetta kraftar sem væru betur nýttir á öðrum sviðum, þjóðarbúinu til meira gagns. Innlendum aðilum er einnig gert afar erfitt að verjast gjaldmiðla- áhættu með notkun skiptasamninga. Hagnaðarvonin af því að kom- ast hjá reglunum er einnig til þess fallin að grafa undan almennu viðskiptasiðferði og löghlýðni sem að öðru óbreyttu getur skaðað langtímahagvaxtargetu þjóðarbúsins. Samkeppnisstaða þeirra sem tilbúnir eru að brjóta reglurnar skekkist jafnframt gagnvart þeim sem löghlýðnari eru. Að lokum er líklegt að tilvist gjaldeyrishaftanna dragi að einhverju leyti úr áhuga alþjóðlegra fjárfesta á því að koma með fé inn í landið af ótta við að síðar verði nýjar reglur settar sem komi í veg fyrir að þeir geti tekið fé sitt út úr landinu á ný. Óttinn við hrun krónunnar þegar höftunum yrði aflétt kann einnig að halda aftur af erlendri fjárfestingu. Þessi kostnaður er ekki eins sýnilegur og ábatinn af því skjóli sem höftin veita krónunni, en hann er alveg jafn raunverulegur. Hins vegar er líklegt að kostnaðurinn hafi hingað til verið minni en ella þar sem aðrar ástæður hafa haldið aftur af innstreymi erlends fjár- magns inn í landið. Kostnaðurinn mun hins vegar ágerast eftir því sem tíminn líður, auk þess sem framfylgd haftanna verður æ erfiðari eftir því sem einstaklingar og fyrirtæki finna leiðir fram hjá þeim í leit að skjótfengnum ábata. Því er mikilvægt að gjaldeyrishöftin verði afnumin svo fljótt sem auðið er. Afnám þeirra má þó ekki verða til þess að grafa undan gengi krónunnar og tefla þar með endurreisn þjóðarbúskaparins í tvísýnu. Tímabundin höft vegna gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu eru heimil Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, t.d. EES-samn- ingurinn, aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofn- uninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.