Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 10

Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 10 Eins og mynd I-10 sýnir er því spáð að landsframleiðsla í Bandaríkjunum nái fljótlega sama stigi og fyrir kreppuna.5 Í hinum löndunum er gert ráð fyrir að það taki lengri tíma og að landsfram- leiðslan á Íslandi verði enn tæplega 5% undir því sem hún var fyrir kreppuna í lok árs 2012. Því er ljóst að þótt samdrátturinn í kjölfar fjármálakreppunnar hér á landi hafi fram til þessa verið heldur minni en óttast var í fyrstu er útlit fyrir að hann verði töluvert meiri en í flestum öðrum iðnríkjum.6 Samdráttarskeiðið hér er jafnframt lengra og batinn hægari. Eins og sést á mynd I-11 er samdráttarskeiðið einn- ig dýpra og lengra en fyrri hörð samdráttarskeið á Íslandi frá lokum seinna stríðs. Fara þar saman áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og samdráttar heimsframleiðslu í kjölfarið, hinnar innlendu banka- og gjaldeyriskreppu og síðan hinnar óhjákvæmilegu aðlögunar innlendrar eftirspurnar eftir mörg ár ofþenslu. Mikill samdráttur vinnutíma og minni hækkanir launakostnaðar auðvelda aðlögun þjóðarbúskaparins að efnahagsáfallinu Vinnuaflsnotkun hefur dregist verulega saman í kjölfar kreppunnar. Spáð er að áfram dragi úr henni fram á mitt næsta ár, er hún tekur að aukast á ný. Nú er ljóst að vinnuaflsnotkun minnkaði mun meira á árinu 2009 en talið var í janúarspánni. Má ráða það af nýjum tölum fyrir árið í heild og vísbendingum úr vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar um mikinn samdrátt á vinnutíma og starfshlutfalli (sjá rammagrein VI-1). Brottflutningur af landinu hefur einnig verið meiri en áður var talið. Nú er talið að vinnuaflsnotkunin hafi dregist saman um 10% árið 2009 frá árinu áður, í stað 7% í janúarspánni. Í þessu felst að hátt í 28 þúsund ársverk höfðu á síðasta ársfjórðungi 2009 tapast frá því að vinnuaflsnotkunin náði hámarki í aðdraganda kreppunnar á öðrum ársfjórðungi 2008, eða sem samsvarar 16½% af heildarvinnuaflinu. Minni notkun vinnuafls en í janúarspánni skýrist að mestu af lægra atvinnuþátttökuhlutfalli. Af ofangreindu leiðir að framleiðni vinnuafls jókst nokkuð á síðasta ári, því vinnuaflsnotkun dróst töluvert meira saman en lands- framleiðslan. Því er nú áætlað að launakostnaður samkvæmt þjóð- hagsgrunni hafi einungis hækkað um innan við 1% á síðasta ári í stað tæplega 5% í síðustu spá. Launakostnaður á framleidda einingu dróst því lítillega saman í stað þess að hækka um rúmlega 7%. Innlendur vinnumarkaður í kjölfar fjármálakreppunnar var því mun sveigjanlegri en fyrri áætlanir höfðu bent til. Skýrir það að hluta af hverju verðbólga jókst ekki meira en raun bar vitni í kjölfar gengishrunsins og af hverju atvinnuleysi hefur ekki aukist meira eftir hrunið. Horfur eru á að atvinnuleysi verði svipað og spáð var í janúar. Nánari umfjöllun um vinnumarkaðinn er að finna í kafla VI. 5. Miðað er við að alþjóðlega fjármálakreppan hefjist á þriðja ársfjórðungi 2008 og er árstíð- ar leiðrétt landsframleiðsla hvers lands sett jöfn 100 á þeim fjórðungi. 6. Samdrátturinn hér á landi er jafnvel enn meiri í samanburði við flest önnur lönd þegar horft er á einkaneyslu eða innlenda eftirspurn. Eins og rakið er í kafla IV, er varanlega töpuð framleiðslugeta einnig meiri hér á landi en í öðrum OECD-ríkjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-12 Atvinna - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2010/2 PM 2010/1 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd I-13 Atvinnuleysi - samanburður við PM 2010/1 % af mannafla PM 2010/2 PM 2010/1 0 2 4 6 8 10 ‘1320112010200920082007 2012 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Efnahagsbati á fyrri samdráttarskeiðum Vísitala, VLF síðasta ár fyrir samdrátt = 100 Samdráttarskeiðið 1967 Samdráttarskeiðið 1991 Samdráttarskeiðið 2009 90 92 94 96 98 100 102 104 43210 Ár frá upphafi samdráttar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.