Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 13

Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 13
GLOÐAFEYKIR 13 nam, t. d. kr. 2,13 hærra fvrir kjötkíló miðað við hækkaðan grund- völl 1. marz, — mun hærra miðað við haustgrundvöll. Einnig var greitt verulega umfram grundvallarverð fyrir gærur og ull. — Ákveðið er að hefja sláturhúsbyggingu fyrir 3000 kinda dagslátrun auk 40 nautgripa. Áætlað er, að húsið taki til starfa haustið 1973. Ef ekki stendur á opinberum aðiljum með óafturkræft framlag, virð- ist fjármagn tryggt. Þarf þessi bygging því ekki að standa í vegi fyrir eðlilegri framþróun félagsins. Ég hef reynt að segja hér helztu niðurstöður í efnahags- og rekstr- arafkomu félagsins. Samkvæmt þeim er félagið sæmilega á vegi statt, þótt alltaf megi gera betur og óþrjótandi verkefni bíði á næsta leiti. Þau taka aldrei enda. Frjósamt starf og framþróun er lífið sjálft. Engu skal um það spáð, hvað framtíðin ber í skauti sér, hvorki hjá okkur, skagfirzkum samvinnumönnum, né þjóðinni í heild. En óneitanlega horfir þunglega á ýmsum sviðum efnahagsmála. Við virðumst ekki hafa kunnað fótum okkar forráð í velmegun síðustu áratuga. Það var öðruvísi umhorfs á landi hér fyrir 90 árum, þegar þingeyskir bændur bundust samtökum um stofnun elzta kanpfélags landsins. Þá var ekki góðæri, þá var ekki velmegnn, þá voru ekki allsnægtir á hvers manns borði. Nei, þá var ekkert af þessum lífs- gæðum fyrir hendi. Það var hart í ári og þröngt í búi, og margur dó af vannæringu og kröm. Það var barátta upp á líf og dauða — barátta, sem yngri kynslóðir skilja vart í dag í beimi allsnægta og velmegunar. Við minnumst þingeyskra forystumanna með þakklát- um huga, þeirra, sem brutu af sér einokunarhlekkina, urðu þjóð- inni allri til eftirbreytni og síðan leiðarstjarna við stofnun kaupfé- laga um landið allt, til ómetanlegrar hamingju og farsældar fyrir þjóðina. En það er fleiri merkra áfanga að minnast á þessn ári. Samband ísl. samvinnufélaga varð 70 ára 20. febrúar í vetur og minnist afmæl- isins á aðalfundi nú í vor. Á s.l. ári urðu 25 ára dótturfélög Sam- bandsins: Samvinnutryggingar, Olíufélagið og Skipadeildin, sem öll eru traustir stofnar í samvinnustarfinu í dag. Kaupfélag Skagfirðinga verður 85 ára eftir 2 ár og er með elztu félögum landsins. Ég óska því allra heilla og farsældar í framtíð- inni. Starfsmiinnum öllum, stjórn og félagsmönnum þakka ég af heilum huga og óska þeim velfarnaðar í nútíð og framtíð. Sv. Guðm.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.