Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 17

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 17
GLÓÐAFEYKIR 17 Á isavori. Enn um sjó er ís í dag. Yrjar móa hjörðin. Kveður lóa kuldabrag. Hvergi gróin jörðin. A góðu vori. Glóa hlíðar, glampar sær, — gleðst nú lýður dreyminn. Blómafríða grundin grær. — Guð er að srníða heiminn. Fríkkar landið. Léttist mál, leysist vanda þáttur. Víkur grand, en vermir sál vorsins andardráttur. Haustvísa. Hrönn við ósa vaggar vær, vakir rósöm blíða; norðurljósa-leiftur skær loftið rósum prýða. I haustróðri. Strengist reiði storms af tökum, stirnir heiðan geim. Rennur skeið á bylgjubökum, bjart er leiði heim. Báran hreykin brims um mýri brattan eykur faldinn sinn. Ferjan leikur létt í stýri, löður sleikir kinnunginn. Syndin. Oft er syndin svalalind, sem frá hrindir trega; hennar skyndi- mörg er -mynd máluð yndislega.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.