Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 22

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 22
22 GLOÐAFEYKIR og í vörugeymsluhúsin. Þar hefur vantað einhvern Pétur Thorsteins- son. — Hvert var fiskurinn aðallega seldur? — Hann var einkum seldur til Snánar, Portúgal, Ítalíu og Þýzka- lands. Hertha gamla, sem margir eldri menn muna sjálfsagt eftir, var aðallega í þessum flutningum, en Pétur Thorsteinsson átti hlut í henni. Til baka kom hún svo með ýmsar vörur, m. a. kol o. fk, til Bíldudalsverzlunar og annarra. — Þau Thorsteinssonshjón voru barnmörg, ef mig minnir rétt. — Kynntistu krökkum þeirra eitthvað að ráði? — Á ekki stærri stað en Bíldudal, þó að hann væri að vísu allstór, miðað við fjölmenni íslenzkra sjóþorpa á þeim árum, þekktust allir unglingar meira og minna. Já, ég kynntist krökkum þeirra hjóna vel, einkum þó Mugg (Guðmundi), sem seinna varð frægur dráttlistarmaður og málari. Yið Muggur vorum jafnaldrar og mjög samrýmdir. Muggur var snemma hneigður til myndgerðar. Ás- grímur Jónsson, rnálari, var a .m. k. tvö sumur á Bíldudal. Vann hjá Pétri en sinnti málaralistinni þess á milli. Þegar Ásgrímur var að mála fylgdum við Muggur honum oftast eftir. Þá var Muggur einnig alltaf að rissa eitthvað upp sjálfur og er ég á því, að Ásgrímur hafi haft mikil og örvandi áhrif á myndlistarhneigð hans. Muggur var ákaflega listfengur og saumaði m. a. mjög vel út, og mér kenndi hann útsaum. Nú, svo að við víkjum aftur að atvinnumálefnum, þá var vetrar- vinnan aðallega í sambandi við ýmiss konar smíðar, viðgerðir og endurbætur. Pétur hafði allajafna smiði á sínum vegum. Sumir voru í fastri vinnu hjá honum árið um kring, aðrir öðru hvoru. Smiðirnir unnu einkum við skipin, að seglasaumi, málningu, við- gerðum á reiða og öðrum útbúnaði og svo í járnsmiðjunni. Nokkuð var um róðra á opnum bátum, einkum á þeini tíma, er þilskipin lágu inni. Ofurlítið höfðu svo ýmsir af skepnum. — Var ekki almenn velmegun á Bíldudal á þessum árum? — Jú, ég hygg, að fólk hér á landi yfirleitt hafi ekki almennt átt við betri afkornu að búa en Bílddælir á þesstnn tímum. Pétur Thor- steinsson var um margt nokkuð óvenjulegur maður. Sá hagnaður, sem varð á útgerðinni og verzhminni, og oft mun hafa verið all- mikill, gekk allur til framkvæmda í þorpinu. Að því bjó það um langan aldur. — Það hafa þá ekki verið fjárhagserfiðleikar, sem ollu því, að Pétur hvarf frá Bíldudal?

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.