Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 26

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 26
26 GLÓÐAFEYKIR — Eins og ég sagði áðan, giftum við Elín okkur í ágústmánuði 1912. Eg sá fljótlega, að ógerlegt var fyrir okkur að lifa af þeim launum, sem mér buðust við verzlunarstörfin. Flutti ég því til Hofs- óss á nýjan leik, vann þar að vísu við verzlun en rak jafnframt lítils- háttar búskap og gekk svo eitt ár. En þótt ég hefði fram að þessu átt heima í þéttbýli og svo til eingöngu unnið að verzlunarstörfum og menntað mig til þess, þá hafði ég fremur hug á því að koma undir mig fótunum á öðrum vettvangi. Þegar mér svo gafzt kostur á því vorið 1914 að fá Málmey til ábúðar, þá greip ég fegins liendi það tækifæri. \7ar í Málmey sumarið 1914 og heyjaði þar. Jafn- framt heyskapnum stundaði ég sjó frá eyjunni og voru hásetarnir kona mín og vinnukona. Stúlkubarn var hjá okkur og gætti hún tveggja ungbarna okkar Elínar, meðan við vorum á sjónum. F.kki er ástæða til að hæla sér af þessu fyrirhyggjuleysi, en svona var nú þetta í þá daga, menn freistuðust til þess að fara á fremsta hlunn í erfiðri lífsbaráttu, treystandi á guð og lukkuna. Nú, kaupamann höfðum við svo eina og eina viku í senn. Um haustið fluttum við skepnurnar í land og vorum þar með þær yfir veturinn. \7orið 1915 fluttum við svo aftur fram í Málmey. Vorum nú sýnu betur liðuð en sumarið áður, því að með okkur voru Lárus tengdafaðir minn og Rögnvaldur nokkur Sigurðsson, síðar bóndi í Litlu-Brekku. Ihn sumarið voru fjórir bátar gerðir út frá eyjunni og var þar þá margt um manninn. — Vorið 1915 rak ís inn á Skagafjörð og stöðvaði hann siglingar um tíma, en þó lokuðumst við aldrei með öllu inni, Málmeyjarmenn. Flm þetta leyti ætlaði Rögnvaldur að sækja kú fyrir okkur upp á Lónkotsmöl. Gekk honum vel ferðin í land, en er hann ætlaði til baka, lokaði ísspöng leiðinni. Meðan svo Rögn- valdur og kusa voru að lóna þarna meðfram spönginni, bar að tvo báta vestan frá Skaga, og ætluðu þeir til Siglufjarðar. Vegna íssins komust þeir ekki út vestan Málmeyjar og ákváðu því að reyna fvrir sér austan eyjarinnar. Sáu þeir þá til Rögnvalds og varð nú fanga- ráðið að taka kusu upp úr bátnum, leiða hana yfir spöngina, draga svo tóman bátinn yfir og setja kúna um borð í hann vestan spangar- innar. Gekk þetta með mikilli prýði, og með þessum hætti komst kusa fram í Málmey á tilsettum tíma, þótt illa horfði um hríð. Riignvaldur fór frá okkur 1917 og fór að búa í Litlu-Brekku, en við tengdafeðgar bjuggum áfram í eyjunni til 1918. — Var ekki á ýmsan hátt erfiður Málmeyjarbúskapurinn? — O, jú, hann var það. Við dvöldum þarna stríðsárin og þá vildi stundum verða skortur á einu og öðru. Einna verst féll okkur eldi-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.