Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 26

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 26
26 GLÓÐAFEYKIR — Eins og ég sagði áðan, giftum við Elín okkur í ágústmánuði 1912. Eg sá fljótlega, að ógerlegt var fyrir okkur að lifa af þeim launum, sem mér buðust við verzlunarstörfin. Flutti ég því til Hofs- óss á nýjan leik, vann þar að vísu við verzlun en rak jafnframt lítils- háttar búskap og gekk svo eitt ár. En þótt ég hefði fram að þessu átt heima í þéttbýli og svo til eingöngu unnið að verzlunarstörfum og menntað mig til þess, þá hafði ég fremur hug á því að koma undir mig fótunum á öðrum vettvangi. Þegar mér svo gafzt kostur á því vorið 1914 að fá Málmey til ábúðar, þá greip ég fegins liendi það tækifæri. \7ar í Málmey sumarið 1914 og heyjaði þar. Jafn- framt heyskapnum stundaði ég sjó frá eyjunni og voru hásetarnir kona mín og vinnukona. Stúlkubarn var hjá okkur og gætti hún tveggja ungbarna okkar Elínar, meðan við vorum á sjónum. F.kki er ástæða til að hæla sér af þessu fyrirhyggjuleysi, en svona var nú þetta í þá daga, menn freistuðust til þess að fara á fremsta hlunn í erfiðri lífsbaráttu, treystandi á guð og lukkuna. Nú, kaupamann höfðum við svo eina og eina viku í senn. Um haustið fluttum við skepnurnar í land og vorum þar með þær yfir veturinn. \7orið 1915 fluttum við svo aftur fram í Málmey. Vorum nú sýnu betur liðuð en sumarið áður, því að með okkur voru Lárus tengdafaðir minn og Rögnvaldur nokkur Sigurðsson, síðar bóndi í Litlu-Brekku. Ihn sumarið voru fjórir bátar gerðir út frá eyjunni og var þar þá margt um manninn. — Vorið 1915 rak ís inn á Skagafjörð og stöðvaði hann siglingar um tíma, en þó lokuðumst við aldrei með öllu inni, Málmeyjarmenn. Flm þetta leyti ætlaði Rögnvaldur að sækja kú fyrir okkur upp á Lónkotsmöl. Gekk honum vel ferðin í land, en er hann ætlaði til baka, lokaði ísspöng leiðinni. Meðan svo Rögn- valdur og kusa voru að lóna þarna meðfram spönginni, bar að tvo báta vestan frá Skaga, og ætluðu þeir til Siglufjarðar. Vegna íssins komust þeir ekki út vestan Málmeyjar og ákváðu því að reyna fvrir sér austan eyjarinnar. Sáu þeir þá til Rögnvalds og varð nú fanga- ráðið að taka kusu upp úr bátnum, leiða hana yfir spöngina, draga svo tóman bátinn yfir og setja kúna um borð í hann vestan spangar- innar. Gekk þetta með mikilli prýði, og með þessum hætti komst kusa fram í Málmey á tilsettum tíma, þótt illa horfði um hríð. Riignvaldur fór frá okkur 1917 og fór að búa í Litlu-Brekku, en við tengdafeðgar bjuggum áfram í eyjunni til 1918. — Var ekki á ýmsan hátt erfiður Málmeyjarbúskapurinn? — O, jú, hann var það. Við dvöldum þarna stríðsárin og þá vildi stundum verða skortur á einu og öðru. Einna verst féll okkur eldi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.