Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 29

Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 29
GLOÐAFEYKIR 29 Freyjur og fylgisveinn Húsfreyjur í Blönduhlíð fóru skemmtiför fram á Hveravöllu og voru þar viðstaddar, er varðinn um þá Reynistaðabræður var af- hjúpaður. I upphafi farar rákust þær á Bjöm á Sveinsstöðum, þar sem hann stóð í varpanum í Varmahlíð, vegalaus og súr á svip. Buðu þær Bimi þegar að fljóta með og hugðu gott til að hafa að fylginaut svo fróðan mann, skemmtilegan og kvenlipran. Hækkaði þá heldur en ekki brúnin á Bimi — og þótti engum mikið. Skömmu síðar sendi hann Glóðafeyki fáeinar línur og lítið ljóð. Hér kemur hvort tveggja: Baldur Pálmason var staddur á Beinahól í Kjalhrauni, þegar minnisvarðinn var afhjúpaður. Hin blíðu bros Akrahreppskvenna munu hafa snert hann og sendi hann mér þetta ljóð litlu síðar. Mér finnst rétt að láta það fara í „pressuna“. Bjöm Egilsson. Beinahóll: Minning — stríð og blið. Oku burt úr Akrahreppi fljóðin frið, skildu eftir skeggjúða í sláttutíð. Ungar eru búkonur í Blönduhlíð. Tóku með sér farandkarl með viðhorf víð, beindu að honum kjassmælum og kossahríð. Glaðar eru búkonur í Blönduhlíð. Komu þær á hól með örlög ægistríð, heilluðu þar mannsöfnuðinn brosin blíð. Fagrar eru búkonur í Blönduhlíð.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.