Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 37
GLOÐAFEYKIR
37
Að Flugumvri
Veturinn 1919 til 1920 var ég í Litladalskoti í Dalsplássi, sem nú
heitir Laugardalur. Veturinn 1920 var einn hinn harðasti, sem
komið hefur á þessari öld. Fannfergi og ísalög voru með fádæmum.
Þá voru Héraðsvötn allögð, svo
hvergi sá vök fram að Herpis-
tanga fyrir sunnan Norðurá eða
lengra.
Það var á útmánuðum þennan
vetur, að ég fór í fyrsta sinn
austur yfir Héraðsvötn og hefur
líklega verið seint í marz eða
snemma í apríl. Ég var sendur
yfir að Uppsölum einhverra er-
inda, sem ég man ekki, og ekki
man ég heldur hvort ég var með
staf, dreg það í efa. Ég kom að
Uppsölum síðdegis og var þá
glaða sólskin og hlýtt, meðan
sólin var á lofti. Þá bjó á Upp-
sölum Jóhannes Þorsteinsson
með konu sinni, Ingibjörgu
Jóhannsdóttur, og voru þau upprunnin úr Lýtingsstaðahreppi. —
Mér er það minnisstætt, að þegar ég kom í hlaðið á Uppsölum,
hlupu þar um stéttar tveir drengir fáklæddir mjög, annar fjögurra
ára og hinn sex, synir þeirra hjóna. Þessir drengir urðu síðar nafn-
kenndir menn, Jóhann hreppstjóri og oddviti á Silfrastöðum og dr.
Broddi, skólastjóri Ktnnaraskólans.
Ekki segir af ferð minni annað en það, að þegar ég fór vestur yfir
\rötnin, var farið að skyggja og ég var hálf hræddur, þegar ég sá
glæra bletti í ísinn hér og þar, hélt að það gætu verið vakir, en það
var víst fjarri því.
Síðan þetta gerðist eru nú liðin 50 ár og einu betur. Þó að þessi
fyrsta ferð mín yfir Héraðsvötn sé mér minnisstæð, er sú næsta miklu
Björn Egilsson