Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 39
GLOÐAFEYKIR
39
utan Merkigarð. Síðan lá leiðin norðaustur yfir Steinsstaðamela og
ofan í Hólminn f)TÍr vestan Stokkhólma.
Af Steinsstaðamelum er hin fegursta útsýn yfir Héraðsvötn og
Blönduhlíð. Ég horfði hugfanginn yfir Vötnin, þar sem þau kvísl-
ast um eyrar og grashólma og hlíðina handan þeirra.
Ég hafði lesið eitthvað í Sturlungu og varð hugsað til þess þegar
Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi fóru með 1400 manna lið frá
Reykjalaug til Örlygsstaða árið 1238. Kolbeinn ungi skriftaði fyrir
Þórði Reykjapresti um morguninn, en hvort hann hefur talið fram
allar sínar syndir veit enginn. Um nóttina hafði Gissur dreymt
Magnús biskup, föðurbróður sinn, er kom til hans og sagði: „Standið
þér upp, fraendi, ég skal fara með yður“, og þótti Gissuri betur
dreymt en ódreymt. Gissur spratt upp eftir drauminn, talaði fyrir
liðinu og eggjaði menn sína til framgöngu með ræðu, sem prentuð
er í Sturlungu. Niðurlagsorð ræðunnar eru þessi: „Gæti vor allra
guð‘k. Ekki mun guð hafa gætt þeirra allra fyxir líftjóni, en hlið-
hollur nokkuð var hann Gissuri, því síðar varð hann íslandsjarl, sá
eini, er sagan greinir.
Hugleiðingar mínar um Sturlungasögu urðu brátt að víkja fyrir
því, sem auganu mætti á líðandi stund, en þetta var sannkölluð
landkönnunarferð. Við ríðum tit hjá Mikley og fórum þar yfir
Vötnin á svifferjunni á Akrahyl. Dálítil kvísl var spölkom vestan við
ferjuna, og var hún í kvið eða vel það. Ferjan var við austurbakk-
ann, enda ferjumaður búsettur þeim megin. F.kki man ég eftir
neinni teljandi bið. Ferjumaður hefur sjálfsagt séð til okkar og
brugðið við skjótt. Svo kom hann, stóð í stafni ferjunnar og snéri
þar sveif með svo mikliun krafti, að ég undraðist stórum. Það var
því líkast, að hann ætti lífið að leysa og hinn slyngi sláttumaður
væri alveg að koma ef á væri slakað. Ég hafði aldrei séð þennan
mann áður, en brátt fékk ég að vita, að það var Stefán Jónsson á
Höskuldsstöðum. Síðan þetta var, hef ég oft séð Stefán og jafnvel
talað við hann. Hann er nii kominn all mjög til aldurs, en stendur
beinn ennþá og veitir F.lli kerlingu viðnám.
Frá ferjunni fórum við sem leið lá út hjá Syðstugrund og síðan
nokkuð beina leið heim að Flugumýri. \regurinn lá þá nokkru
austar en nú. Búið var að slá og hirða dálítinn kraga í kringum bæ-
inn og sætan ilm lagði úr hlöðu af yl í heyi. Fljótlega var gengið í
kirkju og ég held, að messufólk hafi ekki verið ntjög margt. For-
söngvari og organisti var Gísli Magnússon á Frostastöðum og ekki
mun það hafa spillt messunni, að þeir þekktust vel, Gísli og séra