Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 48

Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 48
48 GLOÐAFEYKIR og vel að sér ger á allan hátt. Hún var hóglát kona, stillt og dagfars- prúð, greind vel og mjög bókhneigð; er svo frá sagt, að bónda henn- ar, sem var ákafamaðnr, hamhleypa og höfuðkempa, hafi á stundum þótt sem helzti mikill tími færi í bóklestur — og var þó sjálfur engan veginn fráhverfur bókum. En hann mat konu sína sem nrátti, enda var hjónaband þeirra farsælt og gott. Sigurður Einarsson, bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, lézt 16. apríl 1963. Fæddur var hann að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 4. sept. 1890. Var faðir hans Einar Guðmundsson, vinnumaður í Hof- staðaseli, en móðir Oddnv Sigurðardóttir bónda í Gilhagaseli (sjá þátt um Stefán á Hofstöðum í 12. h. Glóðaf., bls. 46). Sigurður var á hrakhólum með rnóður sinni fyrstu ár ævinnar, en fluttist ungur með henni að Stokkhólma í Akrahreppi til Péturs Andréssonar, er þar bjó með aldr- aðri móður sinni, Herdísi Pálmadóttur frá Syðra-\7all(iol ti, systur Péturs í Valadal (\'aladalsætt). Tók Herdís Sigurð í fóstur, er móðir hans lézt, en þá var hann 10 ára. Pétur í Stokkhólnra var sérstæður maður um margt, sjálfgervingur og einrænn nokk- uð, fór eftir eigin brautum en aldrei annarra götur, sjálfstæður um alla hluti, greindur vel og tryggðatröll. Hann átti stóðhross mörg og reiðhestakyn gott, enda frábær hestamaður, sem þeir frændur fleiri frá \;aladal. Getur og naumast hestfæri betra en á víðum völlum allt í kringum Stokkhólma, hvort heldur er á sumri eða vetri. Þar átti Sigurður eftir að spretta úr spori seinna meir, er hann sjálfur eignaðist margt hrossa. Þar í Stokkhólma ólst Sigurður upp til 17 ára aldurs. Batt hann tryggðir við þessa jörð og þau mæðgin, Herdísi og Pétur. Það voru gagnkvæmar tryggðir. Næstu árin var hinn í vist á nágrannabæjum í Blönduhlíð, austan Héraðsvatna, lengstum á Miklabæ og Hrólfs- stöðum. \rarð af ævilöng vinátta með honum og þeim Miklabæjar- systkinum, börnum síra Björns og frú Guðfinnu. Á þeim árum var hann tvo vetur við nám í Hvítárbakkaskóla og bjó að því námi bæði vel os: lensfi. Árið 1917 kvæntist Sigurður Margréti Þorsteinsdóttur bónda og smiðs á Hjaltastöðum, Hannessonar bónda á Bjarnastöðum í Kol- Sigurður Einarsson

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.