Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 50

Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 50
50 GLOÐAFEYKIR Þórarinn Jónsson, bóndi á Fossi á Skaga, lézt af slysförum 14. júní 1963. Flann var Húnvetningur að ætt, fæddur að Brúarlandi í Höfðakaupstað 9. janúar 1915, sonur Jóns Bjarnasonar sjómanns þar og konu hans Ólínu Sigurðardóttur ljósmóður. Þórarinn ólst upp með foreldrum sínum. en fór ungur að árum að vinna fyrir sér. Er hann hafði aldur til og þroska, nam hairn sjómannafræði og varð sér þannig úti um skipstjórnarréttindi á smæni fiskiskipum; fór um hríð með skip, sem gert var út frá Skagaströnd. Vorið 1951 hvarf hann fiá sjó- mennsku, keypti jörðina Foss, reisti bú og bjó þar til lokadags. Eigi var Þórarinn mikl- um efnum búinn, er hann gerðist bóndi á Fossi. En hann reyndist búsýslumaður í bezta lagi, kom sér upp gagnsömu fjárbúi á skömmum tíma; hann var áhugasamur um kynbætur sauðfjár og mun hafa allvel áunnizt í því efni. Hann var framfaramaður og framkvæmda, kostaði all- miklu til um ræktun, raflýsti íbtiðar- og peningshús. Árið 1939 kvæntist Þórarinn Klöru Berndsen af Skagaströnd. Börn þeirra eru 4: Hlöðver, bóndi að Lágmúla á Skaga, Seltna, húsfreyja á Skagaströnd, Jónbjörn og Regina, bæði á Sauðárkróki. Þórarinn á Fossi var tæplega meðalmaður á vöxt, hvikur á fæti, liðlegur og snar í hreyfingum. Hann var skarpleitur, hvasseygur, svipmótið þvílíkt, að af því mátti ráða, að þar færi maður, sem eigi ægði allt í augum. Hann var hörkuduglegur til allra verka, m. a. rnjög eftirsóttur fláningsmaður í sláturhúsum. Ef skjótra handtaka þótti við þurfa þar sem Þórarinn var nærstaddur, var viðbragðs- flýtir hans svo mikill og öruggur, að til var jafnað. Mun að vísu kjarkur og snarræði hafa verið honum í blóð borið, en vel má þó ætla, að þessir eðliskostir hafi náð að þroskast til hlítar á skip- stjórnarárum hans, þá er á honum hvíldi ábyrgð á skipi og áhöfn. Þórarinn á Fossi var einarður maður og drengilegur og ágætur félagi. (Heimildarm.: Guðm. Árnason). Þórarinn Jónsson Sigurður Sigurðsson, fv. sýslumaður og bæjarfógeti á Sauðárkróki, lézt þ. 20. júní 1963. Fæddur var hann í eynni Vigur 19. sept. 1887. Foreldrar: Sr.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.