Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 55
GLOÐAFEYKIR
lagi, fallega vaxinn, fimleikamaður ágætnr framan af árum, harð-
fengur og knár í bezta lagi; vel farinn í andliti, hýr á svip og bros-
mildur. Hann var prýðilega greindur og fjölgefinn, stilltur vel og
skipti eigi skapi, prúður í háttum og hlýr í viðmóti, trygglund-
aður, falslaus og einlægur. Glaður var hann að jafnaði og glettinn
1 máli, æringi í sinn hóp, hafði hljóð úr hvers manns barka og gat
látið mann veltast um af hlátri.
Árni Gíslason átti heilan heim af hugsjónum, félagslegum hug-
sjónum og öðrum; samvinnumaður einlægur. En hann var hlédræg-
ur, sjálfum sér til tjóns. Skortnr á sjálfstrausti var ef til vill mestur
Ijóður á ráði hans. Hann var einn þeirra manna, sem vitandi vits
gera ekki á annarra hluta. Hann var góðnr drengur og gott með
honum að vera.
Haraldur Sigurðsson, verzlunarmaður á Sauðárkróki, lézt 18. okt.
1963. Hann var fæddur í Viðvík 12. júlí 1882. Foreldrar: Sigurður,
síðar bóndi á Bakka í Viðvíknrsveit, Halldórsson, bónda á Hrafns-
stöðum í Svarfaðardal, Sigurðssonar, og
kona hans María Aíagniisdóttir á Fagranesi
í Öxnadal, Jónssonar, og konu hans Sigríðar
Magnúsdóttur frá Búðamesi.
„Arið 1888 fluttist Haraldur með foreldr-
um sínum að Bakka, þá 6 ára gamall. Faðir
hans drukknaði 1893. Gerðist þá María
móðir lians ráðskona hjá Ásgrimi Gunn-
laugssyni, ágætum manni, og bjuggu þau í
Hvammi í Hjaltadal 1894—1903. Naut Har-
aldur þar góðs uppeldis og hollra heimils-
hátta“. (K.K.). Hann stundaði nám í Hóla- HaraldurSigurðsson
skóla og lauk búfræðiprófi 1905. F.ftir það
réðst hann til ýmissa starfa, hafði m. a. á hendi barnakennslu í Ós-
landshlíð nokkra vetur. Hugur hans hneigðist mjög til búsýslu. Fn
hvort tveggja var, að efni voru eigi mikil til að setja saman bú og
eins hitt, að jarðnæði lá ekki á lausu á þeim árum. Réðst hann þá
til verzlunarstarfa, er honum buðust á Sauðárkróki, og fórst ágæt-
lega, enda prúðnr í fasi, aðlaðandi og viðmótshlýr, greiðvikinn og
röskur við afgreiðslu, vandvirkur og skrifari ágætur. Jafnan var þó
hugurinn bundinn búsýsln. Hafði hann og löngum nokkurt bú,
stundum allstórt, þótt skilyrði til búrekstrar fyrir verzlunarmann á
Sauðárkróki gætu engan veginn talizt hagstæð. Mun og meir hafa