Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 57

Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 57
GLÓÐAFEYKIR 57 síðar presti á Hesti, dr. theol.' og Erlingi Sveinssyni, síðar bónda á Víðivöllum ytri í Fljótsdal austur. Mun Blönduhlíð naumast í ann- an tíma hafa haft á að skipa, samtímis, öllu meiri görpum til náms, en þeim félögum þrem. Næstu árin stundaði Stefán kennslu á vetrum. Árið 1918 kvæntist hann Helgu Jónsdóttur bónda á Flugumýri, Jónassonar bónda á Engimýri í Öxnadal, Magnússonar, og fvrri konu hans Ingibjargar Jónasdótt ur bónda á Bakka í Öxnadal, Sigurðssonar. Kona Jónasar á Bakka og móðir Ingibjargar var Helga Fgilsdóttir bónda á Bakka, Tóm- assonar. Böm þeirra Stefáns og Helgu eru 5: Ingibjörg, húsfr. á Sauðárkróki, Geir- þrúður, húsfr. í Reykjavík, Jón, verkstj. á Bifr- og vélaverkst. Kaupfél. Skagf., Eiríkur Haukur, málarameistari, og Hrafnhildur, htisfr., öll á Sauðárkróki. Þau Stefán og Helga hófu búskap 1920, fyrsta árið á Flugumýri, hið næsta í Sólheimum í Blönduhlíð. Keyptu höfuðbólið Hjalta- staði 1922, fóru byggðum þangað og bjuggu þar til 1941, er þau seldu jörð og bú og hurfu til Sauðárkróks, þar sem heimili þeirra stóð æ síðan. A Hjaltastaðabóndann hlóðust trúnaðarstörf. Hann sat í hrepps- nefnd 1922—1937, í skattanefnd 1922—1940, í skólanefnd mörg ár, var safnaðarfulltrúi, deildarstjóri Akradeildar K. S., vann á sínum tíma ásamt með sr. Sigfúsi jónssyni kaupfélagsstjóra manna mest að stofnun Mjólkursamlags Skagfirðinga. Var mörg ár í stjórn Sögu- félags Skagfirðinga. Fyrstu árin eftir að til Sauðárkróks kom, var hann við bamakennslu á vetrum, en verkstjóri hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði á sumrum. Fastráðinn skrifstofumaður hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga varð hann 1947 og gegndi því starfi unz hann lagðist banaleguna. Endurskoðandi Kaupfélags Skagfirð- inga 1944—1957 og Btinðarsamb. Skagf. 1931—1939. Ritari bæjar- stjórnar allmörg ár. Hann var og ritari sýslunefndar 1939—1962 og átti ómældan þátt í því að gera sýslufundi að samfelldri „sæluviku“; var þá tíðkuð orðagleði og yrkingar, er í milli varð, og ekki sútar- legar allar. Stefán Vagnsson var um margt óvenjulegur maður og ágætlega gerður, líkamlega jafnt sem andlega. Hann var meðalmaður á vöxt, fríður sýnum og bar sig vel, afreksmaður um íþróttir og alla fim- Stefán Vagnsscm

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.