Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 57

Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 57
GLÓÐAFEYKIR 57 síðar presti á Hesti, dr. theol.' og Erlingi Sveinssyni, síðar bónda á Víðivöllum ytri í Fljótsdal austur. Mun Blönduhlíð naumast í ann- an tíma hafa haft á að skipa, samtímis, öllu meiri görpum til náms, en þeim félögum þrem. Næstu árin stundaði Stefán kennslu á vetrum. Árið 1918 kvæntist hann Helgu Jónsdóttur bónda á Flugumýri, Jónassonar bónda á Engimýri í Öxnadal, Magnússonar, og fvrri konu hans Ingibjargar Jónasdótt ur bónda á Bakka í Öxnadal, Sigurðssonar. Kona Jónasar á Bakka og móðir Ingibjargar var Helga Fgilsdóttir bónda á Bakka, Tóm- assonar. Böm þeirra Stefáns og Helgu eru 5: Ingibjörg, húsfr. á Sauðárkróki, Geir- þrúður, húsfr. í Reykjavík, Jón, verkstj. á Bifr- og vélaverkst. Kaupfél. Skagf., Eiríkur Haukur, málarameistari, og Hrafnhildur, htisfr., öll á Sauðárkróki. Þau Stefán og Helga hófu búskap 1920, fyrsta árið á Flugumýri, hið næsta í Sólheimum í Blönduhlíð. Keyptu höfuðbólið Hjalta- staði 1922, fóru byggðum þangað og bjuggu þar til 1941, er þau seldu jörð og bú og hurfu til Sauðárkróks, þar sem heimili þeirra stóð æ síðan. A Hjaltastaðabóndann hlóðust trúnaðarstörf. Hann sat í hrepps- nefnd 1922—1937, í skattanefnd 1922—1940, í skólanefnd mörg ár, var safnaðarfulltrúi, deildarstjóri Akradeildar K. S., vann á sínum tíma ásamt með sr. Sigfúsi jónssyni kaupfélagsstjóra manna mest að stofnun Mjólkursamlags Skagfirðinga. Var mörg ár í stjórn Sögu- félags Skagfirðinga. Fyrstu árin eftir að til Sauðárkróks kom, var hann við bamakennslu á vetrum, en verkstjóri hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði á sumrum. Fastráðinn skrifstofumaður hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga varð hann 1947 og gegndi því starfi unz hann lagðist banaleguna. Endurskoðandi Kaupfélags Skagfirð- inga 1944—1957 og Btinðarsamb. Skagf. 1931—1939. Ritari bæjar- stjórnar allmörg ár. Hann var og ritari sýslunefndar 1939—1962 og átti ómældan þátt í því að gera sýslufundi að samfelldri „sæluviku“; var þá tíðkuð orðagleði og yrkingar, er í milli varð, og ekki sútar- legar allar. Stefán Vagnsson var um margt óvenjulegur maður og ágætlega gerður, líkamlega jafnt sem andlega. Hann var meðalmaður á vöxt, fríður sýnum og bar sig vel, afreksmaður um íþróttir og alla fim- Stefán Vagnsscm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.