Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 60

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 60
60 GLOÐAFEYKIR heimsóttu hana höfðingjar hvaðanæva að jafnt og þeir, sem um- komulitir voru. Rósmundur Sveinsson, bóndi að Efra-Ási í Hjaltadal, lézt snögg- lega þ. 10. nóv. 1963. Fæddur var hann að Háagerði á Höfðaströnd 22. ágúst 1892, son- ur Sveins bónda þar Stefánssonar og konu hans Önnu Símonardóttur á Bjarnastöðum í Unadal. Tveggja ára gamall missti Rós- mundur föður sinn, þá á bezta aldri. Ómegð var talsverð og eigi anður í garði. Varð ekkjan að bregða búi og láta börnin flest frá sér fara. Ólst Rósmundur upp hjá vanda- lausu fólki og varð snennna að treysta á sjálfan sig; kom og fljótt í Ijós, að hann var gæddur mikilli atorku og ósérhlífni. Árið 1916 kvæntist Rósmundur Elísa- betu Júliusdóttur, ættaðri úr Svarfaðardal, mætri dugnaðarkonu. Reistu þau bú á Ing- veldarstöðum í Hjaltadal 1921 og bjuggu þar 2 ár, þá á Kjarvals- stöðum 1923—1947, síðan 1 ár á Fjalli í Kolbeinsdal og loks í Efra- Ási, er þau keyptu hálfan, frá 1948 til lokadægurs Rósmundar. „Þar hafðist Rósmundur mikið að um ræktun og byggingar, var djarfur og stórtækur um framkvæmdir eins og ungur væri". (Kolb. Kr.). Þau hjón eignuðust 4 börn og ern öll á lífi: Ferdinand, bílstjóri og bóndi á Lóni í Viðvíkursveit, Friðrik, lengi í Hofsósi og handa- vinnnkennari þar um skeið, nú fluttur til Hveragerðis, María, húsfr. í Efra-Ási og Konkordia, húsfr. í Grafargerði á Höfðaströnd. Rósmundur Sveinsson var í hærra meðallagi á vöxt, hvatlegur í öllum hreyfingum; ljós á yfirbragð og fölleitur, svipurinn ákveðinn og festulegur, en nm leið opinn og einlægur, bjartur og hlýr. Hann var mikill manndómsmaður, hamhleypa til allra starfa og frábær greiðamaður. „Hann var atorkumaður, verkhagur og starfsglaður svo að af bar. Kom þó manndómur hans ekki síður fram í því, hversu mikið honum þótti við liggja að reynast aldrei miður en til var ætlast og bregðast hvorki skyldu sinni né trausti annarra. Það var jafnan gott að þiggja af honum boðna hjálp, því að hann vænti sér engis af öðrum á móti. Lífsgleði hans var holl og hressandi, en öfgalaus og hógvær eins og maðurinn sjálfur. Bjartsýni hans var ekki studd með einsýnni óskhyggju, heldur glöggum rökum vel Rósmundur Sveinsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.