Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 68
68
GLOÐAFEYKIR
Þrlggja ára gamall fluttist Sigurður með foreldrum sínum að
Syðri-Brekkum og átti þar heirna afla ævi síðan. Reisti bú á nokkr-
um hluta jarðarinnar 1919 og bjó þar til æviloka í sambýli við móð-
ur sína (hún lézt hálfníræð 1949), systkini og mág. Yar á orði haft,
hversu gott og ánægjulegt það sambýli jafn-
an var. Þar voru allir sem einn maður og
furðulega samtaka að móta þann hlýja og
notalega brag, sem er höfuðprýði á hverju
heimili.
Sigurður á Brekkum var meðalmaður á
vöxt, riðvaxinn, herðibreiður, afrendur að
afli; dökkur á yfirbragð, svipurinn íhugull
og tiltakanlega festulegur. Hann var greind-
ur vel, en ákaflega hlédrægur og fátalaður
oftast. Hann var gæddur miklurn tnanndómi
og æðrulausu þreki, sem þau systkini öll —
en þau eru nú 4 eftir á lífi: Pétur,f.v. hrepp-
stjóri á Sauðárkróki, Margrét, f. v. húsfr. á Syðri-Brekkum, Hermann,
f.v. forsætisráðherra og Sigriður, bústýra á Brekkum.
Sigurður var mikill skapfestumaður, fáskiptinn og fyrirleit allan
flysjungshátt, grandvar um alla hluti, leitaði aldrei á nokkurn mann.
Hann var vintryggur og vinhlýr, yfirlætislaus mannkostamaður. —
Ferill hans var fábreyttur, markaður djúpri tryggð við óðal og átt-
haga, ættingja og vini.
Hann dó ókvæntur og barnlaus.
Erlendur Helgason, Laugarholti á Neðribyggð, fyrrum bóndi í
Gilhaga o. v., andaðist 2. febrúar 1964.
Hann var fæddur að Ánastöðum í Svartárdal fremra 8. maí 1884.
Foreldrar: Helgi bóndi á Ánastöðum og síðar á Reykjum í Tungu-
sveit, Björnsson bónda á Grímsstöðum í Svartárdal o. v., Jónssonar
bónda í Grundarkoti í Blönduhlíð, Þorsteinssonar, og fyrri kona
hans Steinunn Jónsdóttir bónda á írafelli í Svartárdal, Ásmundsson-
ar, en móðir Steinunnar og kona Jóns var Ingigerður Magnúsdóttir.
Var Steinunn alsystir Magnúsar bónda í Gilhaga á Fremribyggð og
Jóns bónda á Hóli í Tungusveit. Helgi á Ánastöðum, faðir Erlends,
var annálaður jDrekmaður, „manna hæstur á velli og þrekvaxinn
að sama skapi, rammur að afli og einhlítur til allrar karlmennsku“.
(Pálmi Hannesson).
Erlendur óx úr grasi með foreldrum sínum á Ánastöðum; 8 ára
Sigurður Jónasson