Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 68

Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 68
68 GLOÐAFEYKIR Þrlggja ára gamall fluttist Sigurður með foreldrum sínum að Syðri-Brekkum og átti þar heirna afla ævi síðan. Reisti bú á nokkr- um hluta jarðarinnar 1919 og bjó þar til æviloka í sambýli við móð- ur sína (hún lézt hálfníræð 1949), systkini og mág. Yar á orði haft, hversu gott og ánægjulegt það sambýli jafn- an var. Þar voru allir sem einn maður og furðulega samtaka að móta þann hlýja og notalega brag, sem er höfuðprýði á hverju heimili. Sigurður á Brekkum var meðalmaður á vöxt, riðvaxinn, herðibreiður, afrendur að afli; dökkur á yfirbragð, svipurinn íhugull og tiltakanlega festulegur. Hann var greind- ur vel, en ákaflega hlédrægur og fátalaður oftast. Hann var gæddur miklurn tnanndómi og æðrulausu þreki, sem þau systkini öll — en þau eru nú 4 eftir á lífi: Pétur,f.v. hrepp- stjóri á Sauðárkróki, Margrét, f. v. húsfr. á Syðri-Brekkum, Hermann, f.v. forsætisráðherra og Sigriður, bústýra á Brekkum. Sigurður var mikill skapfestumaður, fáskiptinn og fyrirleit allan flysjungshátt, grandvar um alla hluti, leitaði aldrei á nokkurn mann. Hann var vintryggur og vinhlýr, yfirlætislaus mannkostamaður. — Ferill hans var fábreyttur, markaður djúpri tryggð við óðal og átt- haga, ættingja og vini. Hann dó ókvæntur og barnlaus. Erlendur Helgason, Laugarholti á Neðribyggð, fyrrum bóndi í Gilhaga o. v., andaðist 2. febrúar 1964. Hann var fæddur að Ánastöðum í Svartárdal fremra 8. maí 1884. Foreldrar: Helgi bóndi á Ánastöðum og síðar á Reykjum í Tungu- sveit, Björnsson bónda á Grímsstöðum í Svartárdal o. v., Jónssonar bónda í Grundarkoti í Blönduhlíð, Þorsteinssonar, og fyrri kona hans Steinunn Jónsdóttir bónda á írafelli í Svartárdal, Ásmundsson- ar, en móðir Steinunnar og kona Jóns var Ingigerður Magnúsdóttir. Var Steinunn alsystir Magnúsar bónda í Gilhaga á Fremribyggð og Jóns bónda á Hóli í Tungusveit. Helgi á Ánastöðum, faðir Erlends, var annálaður jDrekmaður, „manna hæstur á velli og þrekvaxinn að sama skapi, rammur að afli og einhlítur til allrar karlmennsku“. (Pálmi Hannesson). Erlendur óx úr grasi með foreldrum sínum á Ánastöðum; 8 ára Sigurður Jónasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.