Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 76

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 76
76 GLOÐAFEYKIR Þegar pöntunin kom . . . (Kaupfélag Skagfirðinga var stofnað 23. apríl 1889. Fyrir all- mörgum árum samdi ég drög að forsögu félagsins. Þau drög birtust síðar, nokkuð stytt, í tímaritinu „Heima er bezt" (Þættir úr þróunar- sögu, 1,—5. h. 1966). Hér er lokaþátturinn endurbirtur). Samið var að þessu sinni (1890) við Halldór veitingamann um af- hendingu og geymslu vara, og samþykkt, ,,að greiddir væru 10 aurar fyrir hvert stykki, sem afhendingarmaðuriun tæki í geymslu og ábyrgð, og skyldi honum verða borgaðir þeir um leið og hann afhenti stykkið. Ábyrgð skyldi hann taka á hinu geymda." Hér kemur þegar í öndverðu frarn, hversu bagalegur félaginu myndi reynast skortur á geymslurúmi, meðan það gæti ekki eignast hús. Því að enda þótt félagið kæmist að þessu sinni að viðunandi samningum um geymslu á vörum og hefði auk þess annað veifið leiguafnot af hálfu hlutafélagshúsinu, og stundum öllu, þá lirökk það aðeins til geymslu á nokkrum — og oftast litlum — hluta þeirrar vöru, er félagið fékk. Megin hluta hinnar pöntuðu vöru urðu fé- lagsmenn að sækja þegar í stað. En þá var enginn sími kominn. Því var það, að jafnskjótt og pöntunarskipið kom, varð að gera út sendi- menn um allar jarðir, út í Sléttuhlíð að austan, út á Skaga að vest- an, fram í Skagafjarðardal, vestur yfir Vatnsskarð í Svartárdal, Blöndudal, og semna Langadal og Svínadal. Klárarnir urðu að hafa það — og munu þá stundum hafa volgnað undir hnakk og beizli. En sagan er ekki öll. Svo var brugðið við, er boðin komu; menn tygjuðu sig til farar, lögðu reiðning á hesta og héldu af stað með hest í taumi — til að sækja björg í bú. Við, senr fáum hvaðeina, það er við þröfnumst, með bifreið heim í hlað nær sem okkur hentar bezt, eigum naumast auðvelt með að setja okkur fyrir sjónir þá örðugleika ýmsa, er oft

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.