Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 77

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 77
GLOÐAFEYKIR 77 voru samfara þessum kaupstaðaferðum — og að sjálfsögðu eigi sízt fyrir þá, er sækja þurftu um langan veg. Ferðinni var ekki skotið á frest. Leggja varð upp um leið og boðin komu, hvemig sem á stóð heima fyæir, hvemig sem veður var. Flásumar var að vísu. En veðr- áttan er mislynd. Úrfelli koma á hvaða tíma sem er — og láta sig einu gilda, þótt komvara og sykur kunni að blotna og skemmast. Já, víst voru örðugleikamir miklir. En vissulega báru blessaðir kláramir ómældan hluta af þeim, eins og jafnan áður í sögu þjóðar- innar. En þessar kaupstaðarferðir um sólstöðumar höfðu líka sínar björtu hliðar. \kir ekki trútt um, að sumir hlökkuðu til. Má nærri geta, að oft hefur verið fjör á ferðum þar sem margir vom saman í hóp, jafnvel heilar sveitir, og urðu samferða um „nóttlausa voraldar veröld“ þessa heiðfagra héraðs. Menn hittu gamla kunningja og eignuðust nýja. Þegar sólin skein og náttúran hló um hábjartan dag, þegar kvöldbjarminn kynnti bál á Glóðafeyki, þegar Drangey og Tindastóll glóðu sem gull í árdagsljómanum, — þá hlánaði í hugskoti lestamannsins. Osjaldan var „veigadrottinn“ með í för. Og hann megnaði það, sem ekki er á færi annarra guða: Hann gat látið menn gleyma öllum áhyggjum stutta stund. Hestamir röltu á undan með klyfjamar, stilltir, þolinmóðir, þrautseigir, og þurftu ekki að láta vísa sér veginn, þótt vegleysa væri. Lestamennimir lötruðu á eftir, stundum tveir saman, stundum margir. Þeir blönduðu geði, sögðu sögur, sungu, kváðu og köstuðu fram stöku. Þetta vom, þrátt fyrir allt, dvrðardagar. En heima beið konan og krakkamir. Og eftirvæntingin var ekki lítil: Hvað skyldu þeir nú koma með úr kaupstaðnum? Lestamenn voru þreyttir og syfjaðir að leiðarlokum. Þeim varð fyxst fyTÍr að halla sér út af og láta líða úr sér, áður en leystar væru klyfjar. En blessuð bömin voru óþolinmóð, rétt eins og böm eru vön að vera. Hvað skyldi nú vera í þessum bagga? Mundi þar ekki vera kandís eða rúsínur? Hvar skyldi sykurtoppurinn vera? Og krakkamir fóru að reyna að leysa klyfjamar. En ólarreipin voru óþjál og hörð og hert að öllum hnútum. Verkið sóttist því seint og varð oft árangurslaust. Hendumar voru svo smáar og kraftarnir ekki miklir. Stundum lá líka blátt bann við að hreyfa við nokkrum hlut fyrr en pabbi kæmi og piltamir. En þeir sváfu svo ósköp lengi. Og það tók á taugamar að bíða. — Loksins komu þeir þó og fóru að leysa. Og þá varð nú heldur en ekki handagangur í öskjunni, þegar farið var „að taka upp“. Þá kom líka sitt af hverju í Ijós: Aflangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.