Skírnir - 01.01.1955, Síða 187
Skírnir
Ritfregnir
183
tilveru óháða skynjunum vorum og þekkingu. Enn fremur gengur mér
illa að skilja, hvar díalektíkina er að finna í þessum kafla. Á bls. 55 segir
höf., að efnisveruleikinn sé ekki annað en „neikvæði skynreyndar". Hvað
á hann við með þessu? Hugmynd og minning eru líka „neikvæði skyn-
reyndar“, að því er ég fæ séð, en fráleitt væri að telja þær til efnisveru-
leikans. En nú skulum við gera ráð fyrir því, að í samræmi við skoðanir
höf. mætti skilgreina efnisveruleikann sem neikvæði hins andlega, þess
sem gerist í vitund vorri en ekki skynreyndanna einna. Svo skulum við
minnast þess, að éherzla er lögð á það, að allir hlutir séu alltaf að breytast
í neikvæði sitt, A er alltaf að breytast í ekki-A, og ekki-A ætti eftir þessu
alltaf að vera að breytast í A. Er hið andlega þá alltaf að breytast í
hlutveruleika og öfugt? En að hvaða leyti mundi þetta skýra fyrir okkur
sambandið milli hugsunar og vitundar annars vegar og efnis hins vegar?
Beztu kaflar Fornra og nýrra vandamála eru tveir fyrstu kaflamir, og
margt það, sem höfundur segir, er hann gagnrýnir misnotkun á hugtökum
formrökfræðinnar, er sanngjamt og skynsamlegt. Mér þótti þó einkum
eftirtektarvert, að í fyrsta kafla bókarinnar skyldi höf. sýna skihnng á
því, að díalektík getur ekki komið í stað formrökfræðinnar.
Langverst finnst mér Brynjólfi Bjarnasyni takast í síðasta kafla bókar
sinnar, en þar ræðir hann um gott og illt. Hann styður þá skoðun, að við
getum með allöruggri vissu gengið úr skugga um, hvað sé gott og hvað
sé illt og hvað sé rétt hegðun og hvað sé röng hegðun. Það er ekki rétt
að yppta öxlum og segja, að sitt sýnist hverjum, ef deilt er um gott og
illt. En mér finnst skýring hans á þvi, hvernig við greinum milli góðs
og ills mjög ófullnægjandi. Lokaorð bókarinnar em þessi: „Það, sem leiðir
til meiri fullkommmar, er gott, það, sem leiðir til hnignunar er illt, þar
sem fullkomnun og hnignun merkir jákvæða og neikvæða afstöðu vitundar
vorrar til ákveðinnar framvindu." En hver er framvindan, sem miðað er
við? Orðin „fullkomnun“ og „framvinda" merkja ekki það sama í munni
stjórnmálaandstæðinga.
Svar höfundar tun það, hver kennimerki góðs og ills séu, er einskis
virði, ef hægt er að nota það til þess að réttlæta ósamrýmanleg siðaboð.
Ég býst við því, að bjargföst trú höfundar á marxistíska söguskoðun hafi
orðið þess valdandi, að honum finnst hann sýna fram á annað og meira
en hann í rauninni gerir.
Ef gangur sögunnar hlitir ekki óumflýjanlegum lögmálum, er jafnan
nauðsynlegt fyrir okkur að íhuga, hvert beri að stefna, hvað við eigum
að gera. Þá er heldur ekki nægilegt svar að segja, að við eigum að vilja
í samræmi við óumflýjanleg náttúrulögmál eins og Stóumenn sögðu
forðum, því að slikt svar felur í sér trú á það, að heimurinn breytist af
innri nauðsyn til hins betra eða að néttúrulögmálin hafi gildi i sjálfum
sér. Meðan ekki hefur verið sýnt fram á með rökum, að þessu sé þannig
farið, sé ég enga ástæðu til að ætla, að svar Brynjólfs Bjarnasonar hafi
mikið gildi, sé í rauninni nokkurt svar við spumingunni, sem ætíð knýr