Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 188
Skírnir
184 Ritfregnir
dyTa hjá oss og vakið hefur menn til siðfræðilegra íhugana. Hvað eigum
við að gera nú?
Þrátt fyrir það, að sá, er þetta ritar, er í ýmsum efnum á öðru máli
en höf. F. og n. v., er óhætt að hvetja menn mjög eindregið til þess að lesa
bókina og lesa vandlega, þvi að hér er ekki á ferðinni auðmelt léttmeti.
F. og n. v. er mjög snotur bók, bandið smekklegt, prentunin skýr og góð,
prófarkalesturinn ágætur. Höf. beitir oftast rökum, en ekki áróðri, og það
lýsir vel virðingu hans fyrir efninu, er hann fjallar um, að hann skirrist
ekki við að leita álits fróðra manna á handritinu, áður en hann sendir
það til prentunar. Páíl S. Árdal.
G. Révész: Thinking and Speaking. A Symposium. Amsterdam 1954.
North-Holland Publishing Company.
Hinn nafnkunni sálfræðingur próf. G. Révész í Amsterdam hefir safnað
í þessa bók 10 ritgerðum eftir ýmsa merka heimspekinga og málfræð-
inga víða um heim, og fjalla þær allar um sambandið milli hugsunar og
tungumáls. Er hægt að hugsa, ef menn gætu ekki talað, og er hægt að
tala án þess að hugsa? Um þetta efni hafa margir heimspekingar fjallað
á liðnum öldum, og enn er þetta hið mikilvægasta vandamál. Höfundar
þessara 10 ritgerða eru ekki sammála um meginatriði þessa máls, og segja
þeir fré ýmsu mikilverðu í ritgerðum sinum, sem því miður er ekki hægt
að skýra frá nema í löngu máli. En hitt má öllum vera ljóst, að spuming
sú, er varpað er fram í bók þessari og hver skýrir á sinn hátt, er eitt af
merkustu viðfangsefnum heimspekinnar. Einn af þessum höfundum, próf.
John Cohen (í Manchester), heldur því fram, að mannlegt mál kunni að
vera ekki eldra en 30000 ára (frá eldra steinaldartímabili), og er það mjög
svipað því, er undirritaður hefir haldið fram í ritum sínum, og styðst við
það m. a., að leifar þessarar frumsköpunar sjást enn í margs konar rótum
ýmissa óskyldra tungumála. Vér getum gert oss í hugarlund, hve skammt
maðurinn væri kominn í þróun sinni, ef hann hefði aðeins getað rekið
upp hljóð líkt og dýrin (geðbrigðahljóð) eða hermt eftir náttúruhljóðum
(hljóðgervingar), en þessi tvenns konar hljóð eru mjög lítill hluti mannlegs
máls í öllum tungumálum. Börn læra að tala af móður sinni og föður og
þeim, sem þau umgangast, en mál hins fullorðna manns mótast af arfi
forfeðranna langt aftur í aldir og er í hverju tilfelli bundið við lifskjör og
ytri aðstæður, landslag, loftslag, atvinnuhætti og eðli kynstofnsins. Þess
vegna er t. d. íslenzk tunga fjötruð hlekkjum vanans, og örfáir rithöfundar
þora að rjúfa þessa fjötra og orða hugsanir sínar öðruvisi en aðrir höfundar,
er lifað hafa á undan eða samtímis, eins þótt rnn viðurkennda meistara
málsins sé að ræða. Af þessu leiðir, að erfitt er að tjá allar hugsanir sínar
nema að nokkru leyti. Það má viðurkenna með ýmsum þessara 10 höfunda,
að unnt sé að hugsa én þess að kunna að tala, og ýmsir geta tjáð hugsanir
sínar í myndum, i hljómlist eða á annan hátt, en sambandið milli hugsana