Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 10

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 10
9 ist Helgu systur þeirra árið 1423. Ekki er annars getið en þeir hafi rækt mágsemdina vel framan af, og sambúðin við skyld- fólkið í Vatnsfirði virðist hafa verið misklíðalaus fyrstu árin eftir brúðkaupið.11 Síðar sagði ríkismannarígurinn til sín. Helga lést árið 1431, Guðmundur sat í óskiptu búi og áskotnaðist erfðafé mikið. Eftir það var hann talinn einn auðugasti maður landsins. En ekki var auðurinn allur vel fenginn. Frá árinu 1427 geta heimildir ránsferða Guðmundar.12 Einar Þorleifsson hélt á konungsfund eftir lát systur sinnar og fékk hirðstjóratign yfir öllu Íslandi. Eftir heimkomuna fór hann, ásamt Birni með flokk manna á hendur Guðmundi og stefndi honum fyrir eignatöku.13 Málsmeðferðin tók 19 ár. Á héraðsþingi 1446 lýsti Einar hirðstjóri Guðmund sekan um rán og aðför í norðurreið sinni árið 1427: Nú saker þess ad mér lízt þetta fullt útlegdarverk og lýsta eg Gudmund Arason útlægann og óheilagann. hvar hann kann takazt utan gridastada. og þvi fyrerbýd eg hvorium manne hédan í frá hann at hýsa edr heima.14 Guðmundur hélt á konungsfund, bar erindi sitt upp við hann og hlaut sakaruppgjöf gegn sektargreiðslu. Hann hvarf hins vegar án þess að greiða sektina, og spurðist aldrei til hans síðar. Er hér um að ræða merkilega eyðu í Íslandssögunni. Helming eigna Guðmundar leystu þeir Björn og Einar til sín, en konungur hlaut það sem eftir stóð. Konungshlutann keypti svo Björn, en „Guðmundareignir urðu rógsfé og mann- drápa, Niflungaarfur Skarðsættarinnar.“15 Árið 1478 voru útnefndir tólf menn til þess að virða það fé, sem Björn og Einar höfðu hirt af Guðmundi og „reikna huat oss synndizt rettligt at aptur skylldi gannga at riettri taulu af þessum peningum ef hwer hefdi sitt eptir laugum þat er hann hefir rangliga halldit.“16 „KIRKNAþJÓFUR“ OG HIRðSTJÓRI Eftir viðskiptin við Guðmund ríka lét Björn verða skammt stórra högga á milli. Hann sá til þess að biskupslaust var í Skálholti eftir brotthvarf Gottskálks biskups Kenikssonar 1450, og mun „hafa gert sér dælt við Skálholtseignir, riðið þangað, rúð og ruplað eptir vild sinni“, eins og segir í Fitjaannál.17 Samtímaheimildir finnast ekki um yfirgang Björns í Skálholti. Hins vegar er til samningur frá 1507, gerður milli Björns Þorleifssonar á Kirkjubóli, sonar- sonar Björns ríka, og Stefáns biskups Jónssonar, þar sem Birni yngra eru endanlega gefnar upp sakir afa síns;18 þær er hann „tök under sig stolenn og hanns eiguer er [...] enn rude hann og ruplade effter gijrnd sinne.“19 Björn bóndi mun hafa setið um staðinn á þriðja ár eða þangað til Kristján I fékk Gottskálki biskupi bréf upp á að Björn skyldi rekinn af biskupssetrinu. Konungsbréfið er ekki til í frumriti, en svo virðist sem Gottskálk hafi haft biskupsvald í Skálholti að minnsta kosti fram til ársins 1455.20 Samt sem áður mun Björn hafa verið ófús að víkja um set fyrir Gottskálki og armur konungsvaldsins var greinilega ekki farinn að ná svo langt. Allt breyttist þó er biskup hótaði honum bannfæringu og hélt Björn ásamt Ólöfu á konungsfund árið 1456.21 Sú ferð, sem Björn tók sér fyrir hendur 1456, gekk ekki áfallalaust. Hófst hún á hremmingum í óveðri undan Orkneyjum, og þegar hjónin leituðu hafnar þar, voru þau hneppt í varðhald af Skotum. Lyktir urðu þær að Kristján I beitti sér í málinu; ritaði Karli Frakkakonungi bréf og sagði Björn og föruneyti hans í sínu boði. Eftir það var þeim sleppt og þótti þetta mikið milliríkjamál.22 Eftir komuna til Danmerkur var Björn sleginn til riddara og fengið skjaldarmerki. Óvíst er hvort Skotarnir hafi skilað þeim fjármunum, sem Björn hafði með sér á konungsfund en Björn Þorsteinsson ályktaði að tæpast hafi hjónin „komið tómhent til dönsku hirðarinnar, enda var kirkna- þjófnum Birni Þorleifssyni falin hirðstjórn á Íslandi [...].“23 Réttum fjórum árum áður en hér er komið sögu varð Einar bróðir hans úti.24 Árið 1459 tók Björn hyllingareið lögmanninum Teiti Gunnlaugssyni. Björn Þorsteinsson taldi þennan atburð mikil- vægan í eflingu konungsvaldsins, landið hafi þannig verið „lögformlega komið undir dansk-norsku krúnuna. Hér eftir efldist framkvæmdavaldið á Íslandi, og kunnu Englendingar því miðlungi vel.“25 Í þessu ljósi er einkennileg sú ályktun Björns að nafni hans hafi þurft að kaupa embættið af konungi. Er ekki allt eins líklegra að Björn hafi mætt nær allslaus til Kaupmannahafnar og Kristján I séð vænlegast að nýta krafta þessa volduga manns? Hann hafði séð takmarkanir á ítökum sínum á Íslandi þegar ekki tókst að reka Björt burt af Skálholti. LANGARÉTTARBÓT OG ENSKIR FAR- MENN Sú réttarbót sem leit dagsins ljós árið 1450 markaði að mörgu leyti tímamót. Hún hefur ekki varðveist í frumriti, heldur ein- „Róstrugt var á Rifi þá er ríki Björn þar dó“ SAGNIR ‘ 98 Lyktir urðu þær að Kristján I beitti sér í málinu; ritaði Karli Frakkakonungi bréf og sagði Björn og föruneyti hans í sínu boði. Eftir það var þeim sleppt og þótti þetta mikið milliríkjamál Jón forni orti um Björn í kvæðabálki sem nefnist „Björn Guðnason í Ögri og Stefán biskup 1517.” Björn Þorleifsson var móðurfaðir Björns í Ögri og þannig hljóðar erindið um afann: Bóndinn Björn hinn gamli ballur klerkum þótti og heldur hlutsamur, með braki og tygjabramli á biskupsstólinn sótti háfur handóður, af honum var og Helgafellsstaður rændur, hrifsað margt og rúðir smærri bændur, um yfirgang af þegn og þýi vændur. - Vér þurfum ekki að hlífast við þá frændur. Heimild: Fornólfskver. Dr. Jón Þorkelsson. 16. apríl 1859-16. apríl 1959. Reykjavík 1959, 93. Innsigli Björns hirðstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.