Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 15

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 15
Mikil gróska hefur verið í kalda stríðs fræðum undan- farið, opnun skjalasafna í Rússlandi og Austur-Evrópu, nýbirt skjöl vestanhafs ásamt nýjum kenningum um orsakir og afleiðingar varpa nýju ljósi á átök aldarinnar. Dagana 24.-27. júní var haldin ráðstefna í Reykjavík sem hafði það markmið að kynna og ræða nýjar rannsóknir er varða stöðu og hlutverk Norðurlandanna í kalda stríðinu. Að ráðstefnunni stóðu The Cold War International History Project (hluti Woodrow Wilson stofnunarinnar í Washington), the London School of Economics and Political Science og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hver þessara þriggja stofnana skipaði mann í undirbúningsnefnd, dr. Valur Ingimundarson sagnfræðingur var fulltrúi Sagnfræði- stofnunar og bar hitann og þungan af skipulagningu. Þarf vart að taka fram hversu mikill fengur er af slíkri ráðstefnu fyrir íslenskt fræðalíf og vakti hún verðskuldaða athygli. The Cold War International History Project (CWIHP) hefur að markmiði að koma á framfæri nýjum niðurstöðum rannsókna er varða kalda stríðið og heldur í þeim tilgangi ráðstefnur út um allan heim, rekur umfangsmikla útgáfu rita og styrkir unga fræðimenn frá fyrrum Sovétríkjunum og Austur-Evrópu til rannsóknarstarfs í Bandaríkjunum. Eitt markmiða The Cold War International History Project er að stefna saman fræðimönnum og stjórnmálamönnum, jafnt gömlum refum sem ungum, oft verða úr því hin merkilegustu skoðanaskipti og skemmtileg blanda fróðleiks þar sem þátttakendur í kalda stríðinu lýsa andrúmsloftinu á tilteknum tíma en fræðimenn vísa til staðreynda. CWIHP vinnur þó mjög fag- lega og leggur mikið upp úr því að miðla sem nákvæmustum fróðleik til almennings. Efni ráðstefnunnar var hlutverk og staða Norðurlan- danna í stefnu stórveldanna í kalda stríðinu. Hvað áttu þessi lönd sameiginlegt og hvað skildi þau að? Nokkrar stærstu spurningarnar lutu að stefnu Norðurlandanna í kjarnorkumálum, afstöðu þeirra til NATO, hlutleysisstefnu, sambandi kommúnistaflokka á Norðurlöndunum við Sovétríkin og áhrifum kalda stríðsins á menningu Norðurlan- danna. SÖKUDÓLGAR Í STRÍðINU? Margir færustu sérfræðingar á sviði kalda stríðs rannsókna voru þátttakendur á ráðstefnunni. John Lewis Gaddis, prófessor við Yale-háskóla, er á síðasta ári gaf út bókina We Now Know: Rethinking Cold War History er einn þekktasti sagnfræðingur Bandaríkjanna á þessu sviði og hefur haldið á lofti nýstárlegum skoðunum um hvernig beri að rannsaka kalda stríðið. Einn helsti gagn- rýnandi á skoðanir Gaddis er Geir Lundestad, sagn- fræðingur og forstöðumaður norsku Nóbel- stofnunarinnar. Hann segir Gaddis of upptekinn af því að finna hver átti sök á kalda stríðinu. Lundestad vill meina að spurningin sé of siðferðisleg og ekki á valdi sagnfræðinga að svara henni þannig að allir sættist. Þeir félagar skiptust á skoðunum fyrsta dag ráðstefnunnar ásamt þeim James Hershberg, fyrrverandi stjórn- anda CWIHP, Krister Wahlbäck, úr sænsku utanríkisþjónustunni og Odd Arne Westad, frá norsku Nóbelstofnuninni. Sagnir 19 (1998) SAGNIR ‘ 98 14 Rósa Magnúsdóttir: Öryggi og ójafnvægi Af alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið Lundestad vill meina að spurningin sé of siðferðisleg og ekki á valdi sagnfræðinga að svara henni þannig að allir Pallborðsumræður á fyrsta degi ráðstefnunnar. Frá vinstri: John Lewis Gaddis, Odd Arne Westad, James Hershberg, Björn Bjarnason, Geir Lundestad og Krister Wahlbäck.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.