Sagnir - 01.06.1998, Page 16

Sagnir - 01.06.1998, Page 16
15 Björn Bjarnason menntamálaráðherra, leiddi umræður sem voru mjög fjörlegar og snerust helst um það hvernig rannsóknir á kalda stríðinu væru sífellt að breytast með til- komu nýbirtra skjala og nýrra sjónarhorna. Allir voru þeir sammála um að ein leiðin til að öðlast skilning á kalda stríðinu væri að kanna áhrif menningar á stefnu stjórnvalda, hví hugmyndafræði Vesturvelda sigraði þá sovésku. Spurningin er sérstaklega forvitnileg með tilliti til þess að báðir pólar stofnuðu til víðtækra menningartengsla og beittu öllum brögðum til að hafa áhrif á almenning og stjórnvöld. Einnig bentu þeir á mikilvægi þess að innbyrðis samskipti kommúnistaríkjanna annars vegar og Vesturveldanna hins vegar séu nánast óplægður akur. Opnun skjalasafna í austri gefi tækifæri til nýrra rannsóknarefna. Allir nýir fletir á kalda stríðinu ýti undir skilning okkar á þessari baráttu. HIð NORRÆNA MYNSTUR Finnar og Svíar hófu umræður næsta morgun með umræðum um ,,jafnvægi“ á Norðurlöndunum og hlutleysisstefnur Finna og Svía í kalda stríðinu. Í hópnum voru bæði valinkunnir fræðimenn og eins embættismenn úr utanríkisþjónustunni þeir Jaakko Iloniemi, fyrrum sendiherra Finnlands í Washington, og Krister Wahlbäck, sagnfræðingur og öryggismála- sérfræðingur sænska utanríkisráðuneytisins. Fram kom að jafnvægishugmynd Norðurlandanna, að sumu leyti óraunhæf en þó árangursrík, var notuð í þeim tilgangi að halda þjóðunum utan við kalda stríðið eins og hægt var. Hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd var tæki notað í svipuðum tilgangi og voru þeir Ilionemi og Wahlbäck sammála um að Norðmenn höfðu mest um norræna jafnvægið að segja. Þeir höfðu áhrif á hernaðar- umsvif NATO í Noregi en aðalhættan fyrir Finna var einmitt sú að Atlantshafsbandalagið kæmi kjarnorkuvopnum fyrir í Noregi. Sovétmenn myndu þá ekki hika við að koma kjarnorkuvopnum til Finnlands - til að viðhalda jafnvæginu. Finnar töluðu því frekar um norrænt mynstur heldur en jafnvægi. Samskipti Norðurlandanna við Sovétríkin annars vegar og lönd Atlantshafsbandalagsins hins vegar, voru rædd sérstaklega. Fram kom að ekki sé hægt að ræða um einhverja eina heildarstefnu Norðurlandanna, hvorki í garð Sovétríkjanna né Vesturveldanna. Þrátt fyrir svipaða menningu tókst Norðurlöndunum ekki að mynda heildstæða stjórnmála- og hernaðarstefnu. Hernaðarmál fengu einnig sinn skerf og var komið inn á ýmis viðkvæm málefni. Mikael af Malmborg, sænskur stjórnmálafræðingur, benti á að í ljósi hernaðarlegra sjónar- miða var sænska hlutleysisstefnan óraunsæ, þó hún hafi þjón- að stjórnmálalegum tilgangi. Svend Aage Christensen, frá dönsku utanríkismálastofnuninni, greindi frá niðurstöðum opinberrar skýrslu er lögð var fram í fyrra og fjallar um stöðu og hlutverk Grænlands í kjarnorkustefnu Bandaríkjamanna. Christensen sagði frá því hvernig það græna ljós sem þá- verandi forsætisráðherra Dana, H.C. Hansen, gaf árið 1957 á að kjarnorkuvopn yrðu geymd á Grænlandi var notað til að koma loftvarnarflaugum SAGNIR ‘ 98 Öryggi og ójafnvægi en aðalhættan fyrir Finna var einmitt sú að Atlantshafsbanda- lagið kæmi kjarnorkuvopnum fyrir í Noregi. Sovétmenn myndu þá ekki hika við að koma kjarnorkuvopnum til Finnlands Danskar herflugvélar í viðbragðsstöðu á NATO-flugvelli nálægt Árósum. Frá árinu 1965. Ráðstefnugestir á Grand Hótel í Reykjavík
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.