Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 20

Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 20
SAGNIR ‘ 98 Jón Ólafur Ísberg Þar sem nú eru 80 ár liðin frá fullveldinu ætla ég að ganga út frá þeirri stöðu sem Íslendingar höfðu fyrir þann tíma, eða eins og ástandið var eftir 1904. Við hefðum ekki orðið fullvalda, þ.e. eiginlega sjálfstæðir en þó með kóng. Danir hefðu séð um landhelgis- gæsluna, utanríkisþjónustuna, hæstarétt og auðvitað hefði þurft að staðfesta öll mál í danska ríkisráðinu. Við getum gefið okkur að þróunin hefði orðið eitthvað svipuð og hjá Grænlendingum og Færeyingum - eða sem er líklegra, að við stæðum feti, einu stóru eða mörgum litlum, framar en þeir. Auðvitað hefði verið miklu betra að vera ennþá hluti af danska ríkinu. Augljóslega hefði verið miklu ódýrara að reka kerfið. Við hefðum ekki þurft forseta, ekki utan- ríkisráðuneyti, ekki landhelgisgæslu og engan hæstarétt. Þetta væri billigt og praktiskt, miðlægt og sjálfbært. Hvað er hægt að hafa það betra? Þegar áfengisbannið var afnumið hefðum við örugg- lega fengið bjórinn þannig að almenn- ingur hefði alist upp við almenni- lega danska drykkjusiði og þá værum við laus við öll miðbæjar- vandamál í dag. Og úr ölinu í matinn. Hver er ekki búin að fá nóg af rollukjöti? Svínakjöt, kjúklingar, pylsur, smörrebröd og tilbehör sem við höfum verið að kynnast á allra síðustu árum hefðu verið á hvers manns diski áratugum saman. Allt var það íslenskri landbúnaðarpólitík að kenna sem predikaði að hollastur væri heimafenginn baggi og vissi fátt verra en svínabest, fiðufé, grænmeti og ávexti. Hver stjórnaði landbúnaðarpólitíkinni? Nú auðvitað framsóknarmenn allra flokka sem lifðu á þjóðrembu, aftur- haldi, þröngsýni og svo framvegis - en slíkt hefði auðvitað aldrei viðgengist innan Danaveldis. Bara sú tilhugsun að vaðmálsíhaldið hefði aldrei náð fótfestu á Íslandi hefðum við haldið í kónginn, gerir næstum því allt það danska dót ásættanlegt. Hvað varðar menningu og menntun stæðum við örugglega fram- ar en í dag og sú einangrunarstefna og sjálfbyrgings- háttur, einkum í háskólamenntun, sem fylgdi full- veldi og sjálfstæði og við erum enn að súpa seyðið af hefði aldrei komið til. Lítum einnig á vinnu- markaðinn og hinar miklu sveifl- ur sem einkenndu atvinnulífið fram á síðustu ár. Verðbólgan, höftin og fyrirgreiðslupólitíkin sem átti sér helst hliðstæðu suður á Ítalíu og réttindi eða öllu heldur réttleysi launafólks í samanburði við það sem þekkist í Danmörku. Danskurinn hefði afgreitt þetta allt með stæl. Það er í raun ekkert sem bendir til þess að við hefðum verið verr sett hvort heldur það er mælt í peningum eða með einhverjum huglægum hætti. Aðskilnaðurinn og sú andúð sem við höfðum á Dönum og raunar flestu útlensku varð til þess að við kenndum þeim um margt það sem aflaga fór. Við litum ekki í eigin barm og reyndum að leysa þau mál sem sneru að okkur heldur bentum út fyrir landsteinana. Einhverju sinni þegar Jón Sigurðsson var að skýra stöðu Íslands í danska ríkinu notaði hann dönsku orðin „provins“ og „colonie“ og sagði að Ísland væri hvorugt. Það væri ekki til danskt orð yfir stöðu landsins innan ríkisins og þess vegna taldi hann að það orð sem lýsto því best væri „utanveltubesefi“. Með aðskilnaðinum við Dani, útlendingahatri, einangrunarstefnu í menningarmálum og útblásinni þjóðrembu var Ísland um áratugaskeið utanveltubesefi í samfélagi siðara þjóða. Trúr þeim fyrirmælum sem ég fékk verð ég að segja að viðskilnaðurinn hafi ekki verið til góðs. Við vitum hins vegar að það var aldrei um neitt annað að ræða miðað við það ferli sem hófst á 19. öld og við getum auðvitað aldrei vitað hvað hefði gerst ef… Íslenskt fullveldi í 80 ár 19 og sjálfstæ›i sko›anir tóku í sjálfstæðisbaráttu 20. aldar. Sá fyrrnefndi átti að mæra hana sem mest en sá síðar nefndi átti að finna henni allt til foráttu. Hver stjórnaði land- búnaðarpólitíkinni? Nú auð- vitað framsóknarmenn allra flokka sem lifðu á þjóðrembu, afturhaldi, þröngsýni og svo framvegis – en slíkt hefði auðvitað aldrei viðgengist innan 1. desember 1918
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.