Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 45

Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 45
SAGNIR ‘ 98 heldur kosta þær einvörðungu með lánum. Þótti fyrirtækinu það bera vott um mikið fyrirhyggjuleysi og vísaði erindinu á bug.48 Frá Lundúnum hélt Jón Þorláksson til Kaupmannahafnar, Oslóar og Stokkhólms til að þoka málunum áfram, en gekk heldur treglega. Voru lánsvilyrði þar einatt bundin því skilyrði að þarlendir verktakar framkvæmdu verkið og sem mest af efnum og tækjum væru keypt þaðan. Þessir skilmálar vöfðust mjög fyrir Reykvíkingum, enda töldu þeir að það myndi hafa töluvert hærri virkjunarkostnað í för með sér en ella ef ekki væri unnt að taka hagstæðustu tilboðum í hvern verkþátt.49 SAMNINGAR Í STOKKHÓLMI Ekki tókst borgarstjóra að ljúka málinu til lykta í þessari för og sneri Jón aftur heim til Íslands í maílok, meðal annars til að taka þátt í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar 1934. Jafnframt aflaði hann sér betra umboðs frá bæjarstjórn til að ganga frá samningum við hugsanlega viðsemjendur. Næsta atlaga hófst strax um haustið, en þá var mjög tekið að draga af Jóni vegna alvarlegra veikinda hans.50 Sagði Steingrímur Jónsson síðar frá því að Jón Þorláksson hafi verið orðinn það veikur á meðan á samningaviðræðunum stóð, að hann hafi látið útbúa umboð sitt til samninga með þeim hætti að hann gæti auðveldlega fram- selt það meðan á ferðinni stóð, til þess að málið þyrfti ekki að tefjast við það ef hann félli frá áður en samningum lyki.51 Ákveðið var að halda takmarkað útboð um verkið á Norðurlöndunum og voru útboðslýsingar sendar út í október. Tilboðsfresturinn var óvenju skammur eða rétt um þrjár vikur. Vekur þessi æðibunugangur nokkra furðu, þar sem útboðið fór fram án vitneskju Steingríms Jónssonar raf- magnsstjóra, en hann var á sama tíma staddur í Bretlandi að ræða við hugsanlega verktaka. Er hér um óskiljanlegt sam- bandsleysi að ræða, þegar haft er í huga hversu miklir hagsmunir voru í húfi. Segir Steingrímur svo frá að hann hafi verið kominn með í hendur óformlegt tilboð frá bresku fyrirtæki sem taldi sig geta tryggt lánsfé á afbragðskjörum, um 3% vexti og lánstíma til 25 ára eða jafnvel lengur. Þó hafi fyrirtækið metið kostnaðar- áætlun bæjarins full lága og byggingarkostnaðurinn því væntanlega hækkað eitt- hvað.52 Aldrei reyndi þó á hversu mikil alvara lá að baki kostaboði Bretanna, því í kjölfar norræna útboðsins fór skriður loks að komast á lánamálin. Lægsta tilboðið í byggingarvinnuna barst frá danska fyrirtækinu Høj- gaard & Schultz. Sænska fyrirtækið A.S.E.A. átti hagstæðasta tilboðið í tækja- búnaðinn, en túrbínur stöðvarinnar skyldu keyptar af Karlstads Mekaniska Verkstad.53 Eftir að niðurstöður útboðsins lágu fyrir varð öll fjár- mögnun verksins auðveldari og liggur því beint við að álykta að þar hafi sambönd fyrirtækjanna í bankakerfinu ráðið mestu.54 Í grein sinni um lánsfjár- leit Reykjavíkurbæjar vegna hitaveitunnar á árunum 1937-39, lýsir Lýður Björnsson því hvernig erlendu verktakafyrirtækin notuðu sambönd við viðskipta- banka sína til að bærinn gæti fengið lán til framkvæmdanna. Til að mynda var forstjórinn Knud Højgaard stjórnar- maður í danska Verslunarbankanum og reyndi á þeim vettvangi að greiða götu Reykvíkinga vegna hitaveitu- lánsins.55 Højgaard var merkilegur maður og fyrirferðarmikill í sögu danskrar verkfræði. Drjúgan hluta starfsævi sinnar starfaði hann að verkefnum utan Danmerkur og má þar nefna hafnarframkvæmdir í Júgóslavíu, stíflugerð í Portúgal og járnbrautarlagningu í Litháen auk hitaveituframkvæmdanna í Reykjavík og virkjun Sogsins og síðar Laxár.56 Højgaard var kosinn í stjórn Handelsbanken 1935 og hefur þá væntanlega haft þar nokkur áhrif fyrir þann tíma,57 en sá banki var annar tveggja banka sem að lokum lánuðu byggingarfé til Sogsvirkjunar. Hin bankastofnunin var Enskilda bankinn í Stokkhólmi, en hann var nokkurs konar móðurfyrirtæki danska bankans og bar hitann og þungann af láninu. En A.S.E.A. var einmitt að hálfu leyti í eigu Enskilda bankans.58 Ætla verður að þessi tengsl hafi skipt sköpum varðandi það að samningur sá er undirritaður var milli Reykja- víkurbæjar og Handelsbanken og Enskilda bankans áttunda desember 1934 varð að veruleika. Samningurinn fól í sér að bærinn fékk 5,7 milljónir sænskra króna, eða um 6,5 milljónir 44 19 18 - 1 99 8 Stefán Pálsson Séð inn í þrýsti- vatnspípu. Kristján IX leggur hornstein orkuverinu 20. júní 1936. Sagði Steingrímur Jónsson síðar frá því að Jón Þorláksson hafi verið orðinn það veikur á meðan á samningaviðræðunum stóð, að hann hafi látið útbúa umboð sitt til samninga með þeim hætti að hann gæti auðveldlega framselt það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.