Sagnir - 01.06.1998, Side 52

Sagnir - 01.06.1998, Side 52
SAGNIR ‘ 9851 Íslenskt fullveldi í 80 ár sveitasamfélaginu gamla. Magnúsi svipaði því að mörgu leyti til forsvarsmanna Reykjavíkur sem höfðu framan af öldinni ekki talið það vera í verkahring bæjarfélagsins að byggja yfir vaxandi fjölda aðkomufólks, nema þá einhvers konar óvandað bráðabirgðahúsnæði þegar í harðbakkann sló. HÖFðABORGIN Á TRÉSTAURUNUM Meginhluti hinnar nýju byggðar, 12 íbúðahús, voru innan þess þríhyrningslaga svæðis sem afmarkaðist af Samtúni, Höfðatúni og Borgartúni. Fjögur íbúðahús til viðbótar voru byggð stuttu seinna við Borgartún, ofan við sjálfa meginbyggðina. Íbúðalengjurnar við Höfða, nokkurs konar raðhús, voru fyrstar sinnar tegundar í höfuðstaðnum. Ekkert hafði verið byggt af slíkum einlyftum húsum áður og má leiða að því líkum að um erlenda fyrirmynd hafi verið að ræða. Þær urðu í heild sinni 16 með alls 104 íbúðum. Meirihluti íbúð- anna var með tveimur herbergjum, eldhúsi og salerni, en þær 32 íbúðir sem síðar voru reistar ofan við meginíbúðabyggðina gegnt Höfða voru einungis eitt herbergi ásamt eldhúsi og salerni.25 Stærri íbúðirnar voru tæpir 40 fermetrar en þær minni um 30 fermetrar.26 Þrengslin voru því mikil og voru dæmi um það að í 40 fermetra íbúðum byggju um 13 manns. Þurfti þá að skipuleggja hvern krók og kima vandlega. Var þá „raðað vandlega niður í herbergjunum og sofið á gömlum harmoníkubeddum.“27 Lítið var lagt í húsin eins og útboðslýsing arkitekta bæjarins, þeirra Einars Sveinssonar og Valgeirs Björnssonar, frá 25. september 1941 ber með sér. Þar kemur m.a. fram að í útveggjum og lofti skyldi nota einungis sag og hefilspón til einangrunar, en í útveggi og loft var að öðru leyti notaður asfaltpappi, vatnsplægð klæðning og panill utan yfir tilbúnar grindur, svokallaðar húseiningar. Minna var lagt upp úr milliveggjum nema þeim sem skildu að íbúðir, en þeir skyldu einangrast líkt og um útveggi væri að ræða.28 Ekki kemur á óvart að margir fyrrum íbúar Höfðabor- gar minnast þess nístingskulda sem lék um híbýli þeirra á köl- dum vetrardögum. Kuldinn smaug í gegnum smæstu rifur og göt „þannig að jafnvel blaut borðtuska fraus föst við hrímað eldhúsborðið. Yfirleitt fraus í vaskinum, það þurfti alltaf að láta renna á nóttunni.“29 Einn íbúinn greindi frá því að „eld- húsofnarnir dugðu ekki til að þíða af gluggum, þó svo að gamlar Rafhaeldavél væru til staðar, en það dugði ekki til, það fraus á kerfinu.“30 Í útboðslýsingunni var heldur ekki gert ráð fyrir traustum og vönduðum undirstöðum. Íbúðabyggðin skyldi hvíla á tréstaurum eða -stoðum, sem reknir skyldu ofan í mýrina.31 Með þessu móti sparaðist bæði tími og fjármunir, því mýrlendi var á þessum slóðum. Að láta íbúðahúsin hvíla á tréstaurum eða stoðum reyndist þegar til lengri tíma var litið frekar óhentug lausn. Tréstaurarnir fúnuðu í mýrinni og sum íbúðahúsin tóku að síga þegar leið á.32 Undir húsunum þrifust nagdýr, sem gerðu oft á tíðum mörgum Höfðaborgarbúanumskráveifuna.33 Magnús V. Jóhannesson, húsnæðisráðunautur, virtist hafa séð slíka þróun fyrir þegar hann ritaði svarbréf við greinargerð bæjararkitektanna tveggja, Einars Sveinssonar og Valgeirs Björnssonar þann 11. Höfðaborgin Tréstaurarnir fúnuðu í mýrinni og sum íbúðahúsin tóku að síga þegar leið á. Undir húsunum þrifust nagdýr, sem gerðu oft á tíðum mörgum Höfðaborgarbúanum marga skráveifuna. Teikning af einni íbúð í Höfðaborgarlengju. 1: Inngangur - þrep 2: Anndyri 3: Geymsla 4: Föt 5: Eldhús (5,3m2) 6: Forstofa 7: Stofa (12,2m2) 8: Svefnherbergi (9,5m2) 9: Salerni (0,8m2) Alls 39,6m2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.