Sagnir - 01.06.1998, Side 58

Sagnir - 01.06.1998, Side 58
SAGNIR ‘ 9857 Íslenskt fullveldi í 80 ár Af Ljósmyndasafni bestan máta og er þeim því komið fyrir í sérstakar umbúðir með lágt sýrustig og þær geymdar í traustum geymslum. Þá þarf og að ganga frá fylgifé á góðan máta og varðveita við bestu skilyrði og halda upplýsingum vel til haga. Kontaktarnir eru hins vegar settar í möppur og gerðar almenningi aðgengi- legar, ásamt þeim upplýsingum sem til eru. Þá má segja að safnið sé loks „opið“ og almenningi aðgengilegt. Þó er ekki nema hálfur sigurinn unninn, því eftir er mikil vinna við upplýsingaöflun og þar koma sagnfræðingar oft við sögu. Leita þarf sem ítarlegastra upplýsinga um allt mynd- efnið, (svo sem persónur, byggingar o.fl.) tökustað, tökutíma, tilefni myndatökunnar, ljósmyndara og margt fleira. Eins og gefur að skilja er slík upplýsingaöflun afar yfirgripsmikil og getur tekið langan tíma ef vel á að vera. Oft þarf að leita til margra aðila til að safna saman slíkum upplýsingum. Lokastiginu á þessu ferli er loks náð þegar búið er að safna öllum þessum upplýsingum á tölvutækt form og auðvelt er að leita með því að slá inn einstök leitarorð. Til þess að menn glöggvi sig betur á þessum ferli verða hér á eftir sýnd þrjú dæmi um mismunandi ljósmyndasöfn sem varðveitt eru á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þessi þrjú dæmi um ólík ljósmyndasöfn í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, sem eru mislangt komin í varðveisluferlinu, sýna það ferli sem ljósmyndasöfn fara í gegnum er þau rata inn á söfn. Hugmyndin er að veita sagn- fræðinemum og öðrum örlitla innsýn í þau störf sem fara fram á ljósmyndasöfnum. Dæmin eru einnig til vitnis um fjöl- breytileika myndefnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur og ættu að gefa mönnum hugmynd um fjölbreytileika ljósmynda á öðrum söfnum um landið. Höfundur (f. 1973) hefur BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands TILVÍSANIR 1 Eggert Þór Bernharðsson: „Frumskógar samtímans.“ Sagnir 12 (1991), 70- 75. 2 Ekki mun verða vikið nánar að þessum þáttum hér, en þó má benda á ýmsar greinar sem birst hafa um efnið í tímaritum um söguleg efni. Hrefna Róbertsdóttir: „Myndir og veruleiki. Umsögn um 14 árgang Sagna.“ Sagnir 15 (1994). - Þórunn Valdimarsdóttir: „Nokkur orð um sjón og sögu“ Sagnir 2 (1981), 69-71. - Sumarliði Ísleifsson: „Mynd: 1000 orða ígildi.“ Ný saga 3 (1989), 82-85. Loks má benda á BA-ritgerð höfundar, „Gríma tíðarandans. Sagnfræði og ljósmyndir“. Lokaritgerð í sagnfræði haustið 1997. Ritgerðina má einnig nálgast á heimasíðu Ljósmyndasafns Reykjavíkur, er hefur vef- slóðina http://www.reykjsvik.is/ljosmyndasafn. 3 Guðbrandur Benediktsson: Ljósmyndasöfn á Íslandi. Yfirlitsskrá. Reykjavík 1998. 4 Þegar rætt er um ljósmyndir á þessum söfnum, er átt við allar gerðir ljós- mynda; pappírskópíur, filmur, glerplötur o.fl. 5 Hvert einstakt ljósmyndasafn getur verið allt frá einu myndaalbúmi til tuga, ef ekki hundruða þúsunda mynda. 6 Kontaktar eru kópíur af negatívum, sem eru þó ekki fullunnar ljósmyndir. SAFN MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR Myndasafn Magnúsar Ólafssonar kom inn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur árið 1980. Safnið samanstendur af um 3000 glerplötum og einnig nokkuð af blaðfilmum. Flestar myndirnar eru mannlífsmyndir úr Reykjavík, frá fyrri hluta aldarinnar, en einnig myndir af einstaklingum og byggingum, svo nokkuð sé nefnt. Margar myn- danna voru í fremur slæmu ástandi og því þörf á að hreinsa þær. Kontaktar voru gerðir af þeim og frummyndunum og komið fyrir í geymslu. Kontaktarnir voru aftur á móti settir í þar til gerðar bækur og þannig gerðir aðgengilegir. Þá var hafist handa við upplýsingaöflun og þeim upplýsingum komið á tölvutækt form, þannig að afar greiðlega gengur að leita mynda í safninu eftir ýmsum atriðsorðum. Til vinstri: Við Reykjavíkurtjörn 1906-8. Að neðan: Stefanía Guð- mundsdóttir leik- kona sem Magda í leikritinu Heimilið sem sýnt var 1902- 4.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.