Sagnir - 01.06.1998, Page 86

Sagnir - 01.06.1998, Page 86
holdet skulle dennem Jorderne hiemmelt vere udi deris Lifstid.10 Segja má að vel hafi verið gengið frá málum af hálfu Heidemanns og Gottrups gagnvart leiguliðunum, því um leið og hver bóndi sagði sín leigukjör og skrifaði undir samninginn án athugasemda, mátti skilja það svo að hann væri sáttur við sín kjör. Þann 6. október 1684 lét Gottrup lesa upp á Sveinsstaðaþingi veitingu sína frá konungi fyrir Þingeyraklaustri og Vatnsdals- og Strandajörðum, veitingabréf sitt frá Heidemann fyrir hálfu Húnavatnsþingi. Ennfremur hafði hann meðferðis kaupbréf fyrir nokkrum jörðum Hinriks Bjelkes og umboðsbréf sitt yfir öllum jörðum Bjelkes hér á landi, sem útgefið var af erfingjum hans í Kaupmannahöfn.11 Gottrup gegndi störf- um landfógeta á meðan Heidemann var utanlands veturinn 1684 og aftur 1687 og með þeim var góð vinátta. Fyrsti amtmaður hér á landi var Christian Müller sem tók við embætti árið 1688.12 Þeir Gottrup urðu góðir vinir og eftir tillögu amtmanns var hann skipaður lögmaður norðan og vestan með konungsbréfi 16. apríl 1695. Þetta var í fyrsta skipti sem landsmenn kusu ekki sjálfir lögmann. Samt sem áður tóku allir því þegjandi þegar skipun Gottrups var tilkynnt á Alþingi, en hann hélt fyrri embættum sínum eftir sem áður.13 Þannig hófst valdaferill hans í Húnaþingi og á Íslandi. Hann var stórtækur þegar jarðir Hinriks Bjelke voru seldar í kringum 1680 og keypti um 170 hundruð í jörðum Húnavatnssýslu. Samkvæmt gósseigenda- tali Braga Guðmundssonar átti Gottrup 628 hundruð í jörðum um 1700.14 Hann gerðist því mikill uppgangsmaður og auðg- aðist stórum, sennilega átti klausturhaldaraembættið sinn þátt í því.15 GLÍMA GOTTRUPS VIð BÆNDUR Flestar jarðir í fremri og neðri Vatnsdalshreppi (nú Ás- og Sveinsstaða- hreppur), voru í eigu konungs og lágu til Þingeyraklausturs. Fleiri býli voru í einkaeign í Vatnsdalshreppi fremra en hinum neðra, þar var veldi SAGNIR ‘ 9885 Guðrún Bjarnadóttir Þetta var í fyrsta skipti sem landsmenn kusu ekki sjálfir lögmann. Samt sem áður tóku allir því þegjandi þegar skipun Gottrups var tilkynnt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.