Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 87

Sagnir - 01.06.1998, Qupperneq 87
Gottrups svo til algjört. Klaustrið átti flestar landareignir í hreppnum, en væru þær ekki í eigu þess voru þær eign Gottrups lögmanns, að Márstöðum og undirliggjandi hjáleigum undanteknum.16 Fjöldi jarða í ábúð í hreppunum tveimur var mjög svipaður 1703. Fimm jarðir í Fremri Vatnsdalshreppi, tilheyrðu Vatnsdalsjörðum sem Gottrup hafði að léni. Í þeim flokki voru einnig fjórar jarðir í Vesturhópshreppi og tvær í Víðidalshreppi. Samskipti Gottrups við bændur í Húnaþingi voru ekki átakalaus. Hann þótti fremur harðdrægur og fégjarn.17 Það kom fram í samskiptum hans við landseta klaustursins og fleiri bændur í Húnaþingi. Gottrup var sakaður um ólöglega verslun, einkum með tóbak og brennivín. Hann sagði í skýrslu sem hann sendi erindrekunum Árna og Páli um störf sín og embættisverk 20. apríl 1703, að hann hefði komist að því að hann hefði verið orðaður við gróðabrask og okur án þess þó að fá um það formlega kæru. Hann fór þess því á leit við lögsagnara sinn í Húnavatnssýslu, Sigurð Einarsson, að hann tæki þingvitni um embættisstörf sín og framkomu við bændur. Í fyrsta lagi átti að athuga hvort hann hefði beitt óleyfilegu okri þegar hann seldi mönnum lífsnauðsynjar eins og smjör, fisk og mjöl eða annað matarkyns. Í öðru lagi hvort hann hefði þvingað menn til að taka, auk nauðsynja, munaðarvöru svo sem tóbak og brennivín. Einnig vildi Gottrup fá vottað að hann hefði ekki selt tóbak og brennivín dýrara verði en forverar hans í embætti. Verðið á brennivínskútnum hjá Gottrup var 1 ríkisdalur (60 fiskar) en kostaði eftir verslunartaxta 1 sléttan dal (40 fiska). Eitt pund af tóbaki seldi hann á  sléttan dal, en eftir taxta var það selt á 11 eða 13 fiska.18 Þarna munaði 20 fiskum á brennivíninu, ef talið var í landaurum, en á tóbaki munaði níu eða sjö fiskum.19 Þetta er nokkur munur, en hvort það gat tal- ist okur skal ósagt látið en varla hefur Gottrup tapað á þessari verslun. Í bréfi til konungs 18. september 1703, sögðu erindrekarnir að það væri óvenjulegur framgangsmáti að embættismaður, í þessu tilfelli Gottrup lögmaður, semdi sjálf- ur þann vitnisburð sem hann vildi fá um embættisrekstur sinn. Fáir bændur hefðu djörfung til að vitna á móti upplesnum vitnisburði og móðga með því móti lögmanninn. Þannig hafði það líka gengið á flestum héraðsþingum í sýslunni, bændurnir sögðu já eða nei eftir því sem við átti hverju sinni. Átta húnvetnskir bændur rákust þó ekki með hjörðinni. Þeir kváðust ekki geta gefið svar við þessum spurningum án umhugsunar og töldu sig verða að fá frest til að svara. Þetta taldi Gottrup móðgun við sig og með slíku framferði væru bændurnir að sýna honum lítilsvirðingu. Hann lét því stefna þeim á manntalsþingi vorið 1703. Bændurnir voru allir fyrir utan einn landsetar á umboðsjörðum Gottrups. Þeir áttu að mæta á manntalsþingi í Ási 16. júní 1703 og gefa skýringu á því að þeir skyldu ekki gefa lögmanninum vitnis- burð eins og aðrir bændur höfðu gert. Þórarinn Jónsson á Stóru-Ásgeirsá og Þorvaldur Ólafsson á Lækjamóti áttu að mæta á manntalsþingi á Þorkelshóli í Víðidal 19. júní 1703.20 Ábýlisjarðir síðastnefndu bændanna voru í einkaeign, en eigandi að hluta Lækjamóts var Páll Vídalín.21 Á þingunum var þeim gert að greiða sekt, þar sem tregða þeirra til vitnisburðar leiddi til aukins kostnaðar fyrir lögmann. Sigurður Einarsson lög- sagnari, vísaði málinu til Alþingis sama sumar til að fá dóminn staðfestan. Þar var sá dómur upp kveðinn af lögþings- mönnum, að sá og slíkur mótþrói við sitt yfirvald, hærra eða lægra, sé aldeilis ólíðandi án straffs og umvöndunar, svo vel af andlegu yfirvaldi kristilegs kærleika vegna sem með nokkrum peningaútlátum til fátækra sveitar- ómaga [...]. Og með því herra lögmaðurinn segist ekki uppá þetta talað hafa sér til nokkurs peningaávinnings, heldur til viðvörunar, svo illt eftirdæmi skyldi ei af leiðast, þá sýnist velverðugt, að þeir, sem í téðri sök eru staddir, leiti auðmjúklega sátta og fyrirgefningar af áðurnefndum herra lögmanninum.22 Þá voru lesnir í lögréttu vitnisburðir um Gottrup lög- mann, sem útgefnir voru á héraðsþingunum 1703. Þeim var „einlæglega“ svarað af nærstöddum þingmönnum, að þeir vissu ekkert annað að segja um skikkun og umgengni lög- mannsins „en ærlegt, ærugöfugt, upprigtugt, æskilegt og loflegt, hvort heldur viðvíkur hans herradóms daglegri umgengni til orða, atvika, sem og hans virðulega embættis- útréttingu fyrr og síðar.“23 Á Alþingi dæmdi Gottrup sjálfur í málinu ásamt Sigurði Björnssyni lögmanni. Um þessar mundir voru Müller amtmaður og Gottrup fjandmenn og til að ná sér niðri á Gottrup tók amtmaður að sér mál bændanna. Müller kom því til leiðar að Árni og Páll voru látnir taka málið upp og dæma í því að nýju. Þá var dómurinn bændunum í vil.24 Kann að vera að þessi málalok hafi eflt bændur í and- stöðu við lögmann og hvatt þá til að standa fastar á rétti sínum gagnvart honum. Eins og áður hefur komið fram hafði Gottrup fleiri jarðir að léni en jarðir klaustursins. Hann hafði einnig Vatnsdalsjarðir konungs á leigu. Gottrup átti í málaferlum við landseta sína í Saurbæ og Forsæludal, sem tilheyrðu Vatnsdalsjörðum. Brynjólfur Hálfdanarson í Saurbæ, einn andófsmanna, hafði haft griðung í fóðri fyrir lögmann. Gottrup fór í mál við Brynjólf út af griðungnum og taldi sig hafa hlotið skaða af slæmri fóðrun nautsins, en Brynjólfur hefði leigt nautið til kúabænda þar í sveitinni og tekið leigutoll af því. Brynjólfur kvaðst ekki hafa tekið hærri leigu eftir nautið en hann hefði gert reikning fyrir, en það voru 12 pör sokka. Hann kvaðst hvorki hafa viljað valda né valdið skaða á nautinu. Þetta féllst lögmaður ekki á og sagði um upphæð tollsins eftir nautið: „en svo framt þú þar yfir dregur dyl og síðar verður öðruvísi bevísað, þá ætla ég þér þar fyrir tiltala sem fyrir annan þjófnað.“25 Lögmaður lagði fram vitnisburð tveggja manna um að þeir hefðu skoðað fall- ið af nautinu og það hefði reynst illa fóðrað og alveg merglaust þegar þeir brutu lærlegg þess í sundur, svo það var ekki nothæft í fálkafóður. Dæmt var í málinu á héraðsþingi í Ási 25. október 1703. Brynjólfur óskaði SAGNIR ‘ 98 86 Landsdrottnar og leiguliðar Í fyrsta lagi átti að athuga hvort hann hefði beitt óleyfilegu okri þegar hann seldi mönnum lífsnauðsynjar eins og smjör, fisk og mjöl eða annað matarkyns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.