Sagnir - 01.06.1998, Page 93

Sagnir - 01.06.1998, Page 93
SAGNIR ‘ 98 vel er hugsanlegt að nemendur í grafískri hönnun séu tilbúnir til að spreyta sig á slíku verkefni án endurgjalds. Heiti blaðsins yrði prentað í nýjum og ferskari stíl, á kápunni gæti verið box fyrir mynd sem skipt væri um árlega auk þess sem litur væri nýr (svo ekki þyrfti að hanna nýja kápu árlega). Á sama hátt mætti búa til nýtt útlit á efnisyfirlit; lógó blaðsins gæti gengið aftur með blaðsíðutali og heiti greina verið neðst á hverri síðu. Einnig væri til bóta að setja nett strik milli dálka eða utan við dálka til að ramma þá inn. Allt eru þetta tiltölulega einföld atriði sem miða að því að gera blaðið meira aðlaðandi og draga lesandann inn í textann. Þannig fengju Sagnir sterkari svip, svipað og gert er með bókaflokka. Með því að búa til staðlað útlit til lengri tíma yrði vinnsla næstu blaða einfölduð. Ritstjórnir gengju inn í ákveðið form sem búið væri að skapa en þær gætu engu að síður leikið sér með það og mótað í sinni mynd. SPRENGJA RAM- MANN Myndir í blaðinu eru fjöl- breyttar og vel valdar en prentaðar full svartar og gæti vandans verið að leita í inn- skönnun á þeim. Það væri hins vegar til bóta að gefa sér meira svigrúm í stærð þeirra, hafa þær ekki eingöngu í eindálk, tvídálk eða þrídálk. Það gæfi skemmtilegri svip að láta þær sprengja stífa dálkaskiptinguna, hvort sem þær væru prentaðar í heild eða einhver hluti þeirra dreginn fram til áher- slun með útmöskun. Textinn gæti flætt í kringum þær og þannig væri lífgað upp á útlitið með einföldum hætti. Fyrirsagnir í blaðinu eru yfirleitt góðar – sem undirfyrirsagnir; þær eru of ritgerðarlegar. Þar vantar að rífa sig út úr andanum á fjórðu hæðinni í Árnagarði. Sumar eru þó fínar eins og Bundin með hendur í kross; Kaupmenn í klóm drekans og Kattarmorð, kreddur og sagnfræði – eða Kattarmorðin miklu sem er undirfyrirsögn. Þar teiknar höfundur sjálfur myndir og ferst það vel úr hendi. VÖLDIN TEKIN AF HÖFUNDUM Mér þykja áhugavakar tímaritsins ekki nógu áhugavekjandi og er það ákveðinn galli. Höfundur hefur fyrirsögn, undir- fyrirsögn, millifyrirsagnir og inngang til að grípa lesand- ann. Hann verður að nota öll tækifæri til að ná athyglinni og því er brýnt að leggja alúð við slíkt. Þar mætti rit- stjórnin sýna meiri ákveðni, taka jafnvel völdin af höfund- um því að þeir verða oft blindir á eigin skrif, sjá ekki nýja möguleika, sem aðrir koma auga á. Útdrættir í blaðinu takast oft ágætlega en þar þyrfti líka að skerpa á. FRÓðLEGT OG ÁHUGAVERT BLAð Mér var falið að fjalla um útlit Sagna 1997 og hef því ekki farið í saumana á efni blaðsins. Útgáfan sýnir svo ekki verður um villst að Sagnir lifa góðu lífi. Hópurinn sem stendur að baki þeim á skilið hrós fyrir gott og áhugavert blað. Með ofurlitlum áherslubreytingum og bættu útliti stæði tímaritið hins vegar enn traustari fótum. Ég óska sagn- fræðinemum til hamingju með fróðlegt og áhugavert blað. Höfundur (f. 1965) er útgáfustjóri Vöku- Helgafells. 92 Pétur Már Ólafsson Höfundur hefur fyrirsögn, undirfyrirsögn, millifyrirsagnir og inngang til að grípa lesandann. Hann verður að nota öll tækifæri til að ná athyglinni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.