Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 10
spumingalista. Þátttaka var mjög mikil og góð. Stefnt er að því að birta
niðurstöður úr þessari áhugaverðu könnun í Ritröð Guðfræðistofhunar
síðar á þessu ári. Vísindasjóður veitti styrk til þessa verkefnis sem og
Rannsóknarsjóður háskólans.
Guðfræðistofnun á aðild að gerð orðstöðulykils að nýjustu útgáfu
Biblíunnar, sem nú er til í tölvutækri mynd.
Frá upphafi var það ofarlega í huga manna, þegar rætt var um gildi
og hlutverk Guðfræðistofhunar, að brýn nauðsyn væri að "efla tengsl
deildarinnar við fræðastörf presta og annarra guðfræðinga", eins og segir
í upphafi þessa máls.
Til þess að koma til móts við þessa þörf var sú ákvörðun tekin í
upphafi haustmisseris 1987 að efha til "Málstofu í guðfræði".
Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir rökræðu um guðfræði,
þar sem mönnum gefst og kostur á að fjalla um rannsóknir sínar og fá við
þeim viðbrögð í samfélagi fræðanna.
Málstofan starfar einu sinni í mánuði á háskólaárinu, og er opin
öllum guðfræðingum og guðfræðistúdentum. Nú þegar er ljóst, að
málstofan vekur mikinn áhuga jafnt utan guðfræðideildar sem innan.
Vonir standa til, að þeir fyrirlestrar, sem fluttir eru á málstofunni,
verði síðan birtir á hinum nýja vettvangi Ritraðar Guðfræðistofnunar.
Guðfræðistofnun átti aðild að Námsstefnu um sálmafræði, sem haldin
var í september 1987, og munu þau erindi, sem þar vom flutt, birtast í
Ritröðinni, næsta hefti.
Af ofangreindu má ráða, að talsvert líf hefur færst í starfssemi
Guðfræðistofhunar. Rétt er og að benda á, að þetta fyrsta hefti Ritraðar
má skoða sem lítið sýnishom þeirra rannsókna, sem kennarar
guðfræðideildar leggja stund á, en að þeim rannsóknum vinna þeir einnig
sem starfsmenn Guðfræðistofnunar.
Ég vil að lokum við þessi tímamót í sögu Guðfræðistofnunar, þegar
fyrsta hefti Ritraðar Guðfræðistofhunar Háskóla fslands kemur fyrir
sjónir almennings, flytja ritstjóranum, séra Jónasi Gíslasyni, dósent,
þakkir fyrir mjög gott starf við að hrinda þessu máli í framkvæmd.
Bjöm Bjömsson
8