Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 112

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 112
Þórir Kr. Þórðarson IV Stefat að frelsi En víkjum að öðru. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í aldanna rás. Kristin menntunarsteíha virðist orðin tímaskekkja. Gjaldþrot hefðbundinna viðhorfa okkar og nauðsyn endumýjunar í trú og siðum em ekki ný sannindi. Karl Barth vakti máls á þeim fyrir mörgum áratugum. Nationalsocialisminn og bolsjevisminn heyra fortíðinni til. Hin nýja trú á tækni og sjálfsmennsku mannsins hefur sett goð á stall, en einnig það riðar til falls. Gildismat nýrrar aldar á grundvelli framfara án ábyrgðar á velferð náungans er að ganga sér til húðar. Og eiturlyfin em dæmi um þá blindgötu sem þjóðimar hafa ratað í. Ný kristin viðhorf ryðja sér til rúms í kirkjum heims og vísa á nýjar brautir. Það gildir sem fyrr að bera kennsl á tímanna tákn. Gömlu götumar (Jer. 6.16) em lagðar um áður ókunna stigu þeirrar framtíðar sem þegar er farin að sjá dagsins ljós. Túlkun hins sístæða fagnaðarerindis í ljósi aðstæðna nútímans er verkefni sem trúfræðingar eiga að fást við í ljósi félagslegra staðreynda. Og hér sem ætíð, þegar rétt er að verki staðið, fara saman ritskýring Biblíunnar og trúfræði með félagslegu raunsæi, því að Ritningin og túlkun hennar er ætíð meginverkefni hins kristna safnaðar. Hér er ekki um það að ræða að beijast gegn tæknivísindum, heldur að gera þau afstæð, svifta þau goðmagni sínu og sýna að þau em aðeins nauðsynleg tæki til heilbrigðara og betra lífs. Að því stefnir menntun, sönn menntun. Kirkjan miðar ekki að því að leggja bönd á fólkið með kennivaldi, heldur stefhir hún að því að gera manninn frjálsan. En frjáls verður maðurinn þá fyrst þegar hann er leystur undan sjálfs sín ánauðaroki og kemur auga á æðri veröld. Sú veröld birtist í trúnni, en einnig í tónlist og djúpskynjun mannsandans. Nautn þessarar æðri veraldar er manninum gefin af þeim Anda sem er upphaf alls og æðsta takmark. Hugarsýn hinna æðstu sanninda endurleysir manninn, frelsar hann. Þess vegna stefnir trúin að því að koma á fót þess háttar samfélagi þar sem maðurinn er frjáls, en ekki sefjaður múgur. Dæmi nationalsocialismans um múgsefjun em víti til vamaðar sem fáir af minni kynslóð fá gleymt. Og enn em dæmi slíkrar múgsefjunar, eins og sjá mátti s.l. sumar í sjónvarpsþáttum um trúarhreyfingar í Bandaríkjunum (sjá síðar). Kirkja og frelsi En hvemig má kirkjan stuðla að slíku frjálsu samfélagi andans — samfélagi almennings og ekki aðeins fámenns hóps útvalinna? Er kirkjan ekki prestakirkja í mörgum löndum? Getur kirkjan orðið almannasamtök, eins og hún var á tímum Nýja testamentisins? Hér stendur vissulega hnífurinn í kúnni. 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.