Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 68
Jón Sveinbjömsson
Biblíunnar á nútímafólk ? — lesendakannanir — nýjar
þýðingar.
Ritskýring Biblíunnar byggir á þeirri forsendu að þar sé að finna
boðskap sem skipti okkur öllu máli, að Biblían eigi svar við
tilvistarspumingu mannsins. Bækur Biblíunnar em trúarvitnisburður
manna. Ritskýringin reynir ekki aðeins að komast að því hverju þessir
menn trúðu og á hvem hátt þeir tjáðu það, heldur fyrst og fremst hvaða
gildi boðskapurinn hefur fyrir okkur í daglegu lífi okkar.
í mörgum tilfellum er hér um texta að ræða sem við höfum margoft
lesið og kunnum því sem næst utan að. Hinar mörgu aðferðir til þess að
nálgast textann, grískan og sögulegu upplýsingamar, virðast ekki ætíð
beina athygli okkar að innihaldi textans þótt það eigi að vera tilgangurinn
með þessum aðferðum að tilreiða textann til lesturs.
Lesturinn er ákveðið ferli, textinn býður upp á samfylgd og samtal,
og listin er að finna það í textanum sem nær til „mín“ þar sem „ég“ er
staddur á lífsferli mínum. Svarið sem felst í textanum við spumingum
mannsins fæst aðeins með því að lesa hann. Guðspjallið er ekki lögbók eða
tilfellafræði sem hægt er að fletta upp í við ýmis tækifæri, heldur eins
konar spennubreytir, sem veitir nýja innsýn, nýtt gildismat eða hvað sem
við nefnum það. Ahrifamáttur textans sjálfs er hér í fyrirrúmi. Það þarf
vissulega nokkuð átak til að reyna að lesa guðspjallatexta á opinn og
óbundinn hátt og að reyna að rækta með sér forvitni þess sem les heillandi
ljóð eða ný sannindi. Ritskýringin fæst við að búa til nýjan texta bæði með
því að flytja gríska textann yfir á íslensku og með umræðu um innihald
textans.
Veigamikill þáttur ritskýringarferlisins hlýtur að vera könnun á
áhrifamætti textans sem við erum að vinna með. Forsenda þess að
ritskýrandinn geti notað textann til samtals við aðra er að hann sé næmur
á samtíð sína og geri sér grein fyrir því hvemig fólk les textann. Löngum
hefur öll áhersla ritskýrenda beinst að textanum sjálfum og sögulegum
upptökiun hans, en síður að því hvaða áhrif hann hefur á þá sem lesa hann.
Biblíufræðsla og leiðbeining er að sjálfsögðu nauðsynleg en ekkert getur
komið í staðinn fyrir lesturinn sjálfan, enginn getur lesið fyrir annan
mann, því að þá gæti uppfræðarinn svipt textann áhrifamætti sínum.
Vandinn er að fá aðra til að taka þátt í lestrarferlinu með þeim sem
ritskýrir.
Einn þáttur í þessari viðleitni ritskýrandans að halda , jarðtengslum,“
sem er jafnframt viss úttekt á starfi hans og aðferðum, er að framkvæma
lestrarkannanir.
Undanfarið hefur verið gerð könnun á biblíulestri í Svíþjóð í tilefni
nýrrar þýðingar Nýja testamentisins á sænsku. Niðurstöður hafa verið að
birtast.56 Þar kemur m.a. fram að um tveir þriðju hlutar sænsku
56 Thorleif Pettersson, Svenska folket och Bibeln. Religion och Samhalle, 1986:8 nr 8.
(Religionssociologiska Institutet, Stockholm, 1986); Cai Svensson, Attskapa mening i
Bibeltexter - En empirísk undersökning av normallasares tolkningsstrategier. (Svenska
66