Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 115
Spumingar um hefð og ffelsi
ásamt prestinum. Þau gengu á meðal fólksins, sem stóð í hnöppum á
kirkjugólfinu, og útdeildu.
Eg hef tekið eftir því í sumum kaþólskum löndum, að messan er með
mjög lífrænu sniði, hreyfmgar frjálslegar, og má segja að menn úthelli
hjarta sínu í trú og lofgjörð og fyrirbæn. Tilbeiðsla einstaklingsins kemur
eins og af sjálfu sér, enda er hinum trúaða ekkert eðlilegra en að biðja.
Aftur á móti em bænimar í okkar messum oft fremur stirðar og stuttar.
Hygg ég að þær séu fremur hugsaðar sem e.k. rúbrikur, en prestinum
ætlað að fylla út í af andagift sinni.
Við getum lært margt af öðrum kirkjudeildum í ljósi eigin reynslu
um hvað gera ber til þess að almenningur eigi brýnna erindi í kirkju en nú
er. En það yrði efhi í aðra ritgerð (sem lesandinn gæti samið í huga sér).
„Þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálpræðisins," segir
hjá Jesaja, og býr Ritningin og hin kristna guðsþjónustuhefð aldanna yfír
óþrjótandi gleðilindum, sem auðga guðsþjónustuna. Með nýju handbókinni
frá 1981 er brotið í blað, byggt á sameiginlegum arfi aldanna með hliðsjón
af líðandi stund og þörfum safnaðarins í kristinni tilbeiðslu. Og ég held,
þegar heildarskilningur á stöðu hins trúaða í guðsþjónustunni15 dýpkar,
muni annað fylgja á eftir um köllun hinnar kristnu konu og hins kristna
manns og kirkjan komast í enn nánara samræmi bæði við Nýja testamentið
og nútímann.
VI
Að ná sambandi við lestrarfúsan almenning
Þegar mn er að ræða síðara atriðið, að ná sambandi við nútímann,
sem söfnuður Nýja testamentisins kappkostaði, þá vandast málið, því að á
Vesturlöndum er nútíminn orðinn framandi gagnvart kirkju og krismi.
„Mannlega séð er kristindómurinn úr sögunni í Vestur-Evrópu.“16 —
Ekki eru menn kristindómnum fjandsamlegir, eins og gerist í löndum
kommúnismans, heldur framandi. Þetta kemur fram í ýmsum myndum.
Ég neíni hér eitt dæmi.
Þau bókaforlög álfunnar sem gefa út trúarlegar og kirkjulegar
bókmenntir hafa komist í greiðsluerfiðleika, og útgáfa kristilegra bóka
dregst óðum saman. Einn af þekktustu forleggjumm Stóra Bretlands, dr.
15 f þessu efni hefur orðið siðbót í kaþólsku kirkjunni eftir Annað vatíkanþingið.
Kominn er fram nýr skilningur á kirkjunni sem söfnuði, fólki Guðs, í stað hins gamla
skilnings þar sem híerarkíið var kirkjan. „Det kan ikke længere siges, at det er
gejstligheden, sem fejrer messen for menigheden, det er menigheden, som er
konstituerende for messen med præsten som leder. Det har bl.a. givet sig udslag i en
gudstjeneste, hvor lægfolket er langt mere aktivt medansvarlig end (ellers).“ (Gunnar
Bach Pedersen, í Thœlogisk Oratorium. Meddelelser, 1987, 2, bls. 22-23.)
16 Þetta eru ummæli Höffners kardínála í viðtali við Newsweek. (Torfí Ólafsson í
Merki krossins, 3. hefti, 1987, bls. 18.)
113