Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 37
Hjónabandið og fjölskyldan
Eins og sjá má nálgast Svíar og Danir okkur óðfluga, en öðm gegnir
um Finna og Norðmenn, þótt hlutfallsleg aukning hafi verið mjög mikil
hjá þeim.
Beinast liggur við að álykta sem svo, að þessa miklu aukningu
fæðinga utan hjónabands megi rekja til hratt vaxandi tíðni óvígðrar
sambúðar. En það má gera betur en að álykta þar að lútandi, því að hér á
landi a.m.k. em tiltækar tölur, sem sýna, hve hátt hlutfall bama fæddra
utan hjónabands em böm foreldra í óvígðri sambúð.
Tafla 5.
Böm fædd í óvígðri sambúð.
Hlutfall allra bama fæddra utan hjónabands.
1971-75 : 36
1976-80 : 53
1981-85 : 63
Þessar tölur sýna glöggt, hver þróunin hefur verið. Á árabilinu
1971-75 er það rúmlega þriðjungur bama ógiftra foreldra, sem fæðist í
sambúð. Tíu ámm síðar em það tæplega tveir þriðju hlutar, sem þannig er
ástatt um. Samkvæmt þessum mælikvarða hefur óvígð sambúð aukist mjög
mikið á mjög skömmum tíma.
Forvimilegt er að skoða sérstaklega fmmburðafæðingar. Á árabilinu
1971-75 fæddust 65% fmmburða utan hjónabands. Þar af vom foreldrar
í sambúð 29%. Tíu ámm síðar, 1981-85, fæðast 76% fmmburða utan
hjónabands. Þar af foreldrar í sambúð 52%. Athygli hlýtur að vekja,
hversu hátt er orðið hlutfall fmmburða, sem fæðast utan hjónabands, eða
þrír af hverjum fjómm. Enn ræður óvígða sambúðin og aukning á tíðni
hennar miklu hér um.
Ekki er síður forvitnilegt að gá að því, hver sé staða bams, sem ekki
er frumburður, heldur annað bam í fæðingarröðinni. Þá verður allt annað
uppi á teningnum. Þær tölur, sem hér er stuðst við, em frá ámnum 1976-
80. Þá fæddust 68% fmmburða utan hjónabands, en „aðeins“ 24% bama
númer tvö í fæðingarröð. Með öðmm orðum, þótt óvígð sambúð verði æ
almennari og eigi vemlegan þátt í fæðingum utan hjónabands, þá er
yfirgnæfandi meirihluta foreldra í hjúskap, þegar annað bam í
fæðingarröð fæðist. Það vom m.a. þessi rök, sem gáfu mér á sínum tíma
tilefhi til að greina á milli býsna ólíkra sambýlisforma innan óvígðrar
sambúðar. Þau vom ólík að því leyti fyrst og fremst, að annað steíndi
markvisst í hjúskap, en hitt ekki. Munurinn á hjúskaparstöðu foreldra á
milli frumburðar og annars bams í fæðingarröð gefur til kynna, að enn sé
mjög almennt, að gifting eigi sér stað á milli fæðingar fyrsta og annars
bams.
35