Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 83
Er þörf á endurmati ísl. kirkjusögu
árum í boði Guðfræðideildar Háskóla íslands og Ámastofnunar; flutti
hann tvo fyrirlestra hér, annan almennt um bókasafh Vatíkansins, en hinn
um þau handrit íslenzk, er hann hefur fundið þar. Hann hefur fundið þar
bréf það, sem ögmundur biskup Pálsson sendi til páfa 1524, er hann kærði
Jón Árason fyrir strok af landi brott; auk þess hefur hann fundið páfabréf
varðandi ísland frá 1303, sem hvergi heftir birzt á prenti. Síra Bullivant
telur góðar líkur á því, að enn megi finna fleiri skjöl í Vatíkaninu, er
varða Island og íslenzka sögu.
I ljósi þessa væri afar áríðandi að senda íslenzkan fræðimann suður
til Rómaborgar til þess að leita íslenzkra skjala þar; vart verður unað við
annað en reyna að ganga úr skugga um, hvort þar leynist enn fleiri ritaðar
heimildir um íslenzka sögu. Vonandi telja íslenzkir ráðamenn sem og
íslenzk þjóð sig hafa efhi á að verja nokkxu fé til þess að reyna að varpa
nýju ljósi yfir sögu þjóðarinnar.
V
Heiti þessarar ritgjörðar er: Er þörf á endurmati íslenzkrar
kirkjusögu? Hér hefur verið reynt að gjöra nokkra grein fyrir nauðsyn
slíks endurmats, einkum að því er varðar sögu fyrri alda; slíkt endurmat
mimdi auðvitað leiða til endurmats á mikilvægum atriðum íslenzkrar
þjóðarsögu.
Nú em aðeins rétt rúm 12 ár, þar til íslenzk þjóð getur minnzt 1000
ára afmælis kristnitöku á íslandi. Væri ekki vel til fallið að nota þennan
tíma til þess að hefja rækilega rannsókn íslenzkrar kirkjusögu, svo að ný
íslenzk kirkjusaga, byggð á frumrannsóknum, gæti litið dagsins ljós á
1000 ára afrnæli kristnitökunnar?
Vonandi berum við gæfu til þess.
Summary
Following three reasons make it necessary in my opinion to revise the
history of the Icelandic Church:
1. We used our history as our main weapon in our struggle for
independance with Denmark. This made all historical accounts more or
less „political“ in the romantic style of the nineteenth century: Whatever
had been in opposition to the foreign king, was „good“, while everything,
that had in any respect lead to increased foreign influence, was „bad“.
Thus, the medieval bishops of Iceland are judged from this romantic
political viewpoint of the nineteenth century, but not as representatives of
the intemational Catholic Church. Of the same reason the Icelandic
reformation is said to be an „accident“, because the Danish king used it as
an opportunity to increase his power in Iceland.
We ought to be able to revise his one-sided attitude and take off our
anti-Danish glasses!
81