Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 79

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 79
Er þörf á endurmati ísl. kirkjusögu námskeið í grundvallaratriðum miðaldaguðfræðinnar við heimspekideild Háskóla íslands? Nú virðist nokkuð áberandi, hve rómversk-kaþólska kirkjan leggur oft ríka áherzlu á þátt sinn í sögu kristni á vesturlöndum; jafnframt virðist þá vera gjört minna úr hlut annarra ekki sízt þeirra, sem voru í andstöðu við hana; um þá er jafhvel að mestu þagað á stundum. Sem dæmi má nefha kristnun Norðurlanda; þar hefur rómversk- kaþólsk söguhefð nefht Ansgar „postula Norðurlanda“. Nú mun öllum heimildum bera saman um það, að Ansgar hinn franski hafi verið mætur maður og vel kristinn. Hitt orkar vart tvímælis, að hann rís tæpast undir þessu heiti; til þess vom trúarleg áhrif hans á Norðurlöndum alltof lítil, náðu naumast nema til syðstu héraða Danmerkur í Holtsetalandi og Slésvík. Það virðist ljóst, að krismun Danmerkur, Noregs, Færeyja og íslands hafi að vemlegu leyti orðið fyrir bein eða óbein áhrif frá kirkju Bretlandseyja. Keltneska kirkjan á írlandi og í Skotlandi var um alllangt skeið skæður keppinaumr rómversk-kaþólsku kirkjunnar, en varð að lokum að lúta í lægra haldi; óneitanlega læðist að sá gmnur, að stundum sé reynt að breiða yfir áhrif keltnesku kirkjunnar, en lögð áherzla á að gjöra hlut rómverskrar kirkju því meiri. Þetta sést m.a. glöggt af frásögnum um upphaf íslenzkrar sögu; ýmislegt bendir til þess, að þar sé þagað um þátt keltnesku kirkjunnar. Vitað er og viðurkennt, að írskir munkar, papar, hafi fyrstir manna setzt að á íslandi; hitt er með öllu óljóst enn, hver áhrif þeir höfðu hér og hver afdrif þeirra urðu eftir að norrænir víkingar hófu hér landnám. Hér vakna ýmsar spennandi spumingar, sem enginn kann enn svör við. Ari fróði ritar um papa í íslendingabók, þótt sú frásögn geti vart verið styttri; hún er svohljóðandi: „í þann tíð vas ísland viði vaxit á miðli fjalls ok fjöru. Þá váru hér menn kristnir, þeir es Norðmenn kalla papa, en þeir fóru síðan á braut, af því at þeir vildu eigi vesa hér við heiðna menn, ok létu eptir bækur írskar ok bjöllur ok bagla; af því mátti skilja, að þeir váru menn írskir.“ Fáorðari gat þessi frásögn vart orðið; óneitanlega hefði verið forvimilegt að vita meir um papa og dvöl þeirra á fslandi. Þessi fáorða frásögn vekur enn meiri furðu, þegar þess er gætt, að Ari fróði var prestur og hefði því mátt ætla, að hann hefði meiri áhuga á að greina frá krismum frumbyggjum landsins. Nú er vitað, að Ari fróði samdi tvær gjörðir íslendingabókar; var bókin samin að beiðni þeirra biskupanna Þorláks Runólfssonar í Skálholti og Ketils Þorsteinssonar á Hólum á fyrri hluta 12. aldar; þeir vom báðir fulltrúar rómversk-kaþólsku kirkjunnar, eins og raunar Ari sjálfur. Hvers vegna létu þeir biskupamir Ara endurskoða fyrstu gjörð íslendingabókar? Það veit enginn; hitt er forvimilegt að spyrja, hvort Ari hafi ef til vill upphaflega sagt eitthvað meir um þessa kristnu fmmbyggja en þessir 77 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.