Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 20
Bjami Siguðrsson
dýrð.“ Sálmurinn hefði aldrei orðið langlífur í þessum búningi, enda bætti
sr. Stefán um betur og þýddi sálminn að nýju. Birtist þýðing hans í
sálmabókinni 1886, nr. 75, og hefir haldizt óbreytt síðan. Hann er nr. 86 í
Sb. 1945 og Sb. 1972.
Nú kom hjálp þín, heiðin þjóð
Annar þeirra sálma latneskra, sem komu út í þýðingu Lúters árið 1524,
var sálmur eftir Ambrósíus biskup í Mílanó (340- 397), Veni redemptor
gentium, Nun komm der Heiden Heiland. Þýðing hans er nákvæm og þykir
ekki bera af öðrum þýðingum sama sálms, sem birzt höfðu áður eða um
sömu mundir
Lúter hafði miklar mætur á miðaldasálmum, og telja menn, að einkum
hafi skírskotað til hans, hve þar er lögð rík áherzla á guðdóm jólabamsins.
Trúarkenningin er honum þvílíkt fagnaðarefni, að hana verður að syngja.
Sálmurinn er 8 erindi, og snýr Lúter þeim öllum. Marteinn tekur hann
upp í sálmasafn sitt og þýðir eftir Lúter, Nú kom hjálp þín, heiðin þjóð, nr.
19. Sálmurinn er nr. 1 í sálmabók Guðbrands, einnig öll erindin. Páll
Eggert Ólason,13 efast um, að þýðingin sé þar gjörð eftir Lúter, heldur eftir
latneska textanum, en ekki eru það fullgild rök, sem hann sýnist helzt grípa
til, að þýðingin sé heldur nákvæm. Þykir honum þýðing Guðbrands, Nú
kom heiðirma hjálpar ráð, standa að baki gerð Marteins Einarssonar, og má
það til sanns vegar færa.
í 2. útgáfu sálmabókar Guðbrands biskups 1619 hefir 5. og 6. erindi
verið steypt saman, ef til vill af vangá. Sálmabókin í útgáfu Jóns biskups
Ámasonar 1742 hefir sálminn aftur í upphaflegri mynd. Hann var felldur
niður í Aldamótabókinni, og kemur ekki aftur í sálmabókina fyrr en 1972,
nr. 67. Þar er hann í þýðingu Sigurbjöms Einarssonar, 3 erindi.
Hins vegar sneri Helgi Hálfdanarson sálminum á íslenzku, og er hann 4
erindi í gerð hans. Hann birtist fyrst í „Sálmum“ hans 1873 og síðan í
Viðbæti við sálmabókina 1933, og er hann þar nr. 672.14
Hymnen Veni redemtor.
Nv kom hialp þiin heidin þiod
hana bar hingat Jungfru god
undrar þad nu vm allann heim
ad Gud vill suo fædazt þeim.
Hymnus. Veni Redemptor.
Nu kom Heidina Hialpar Raad
helgasta þetta meyiar Saad
Vndarligt virdist ollum heim
Gud villde so fædast þeim.
13 Upptök sálma og sálmalaga, bls. 62.
14 Heims er komið hjálpairáð
himinn opinn, boðuð náð.
Guðdóms hátign hefir æðst
hér á jörð í læging fæðst.
18