Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 17

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 17
Jólasálmar Lúters Það vekur athygli við lestur þessa sálms, hve miskunnarbænin stendur Lúter nærri mitt í fögnuði hans yfír því, sem orðið er. Sama kemur í ljós í páska- og hvítasunnusálmum hans. Þá er miskunnarbænin honum ofarlega í huga: kyrioleis, drottinn, miskunna þú. A mestu hátíðarstundum kirkjunnar stendur honum undur guðs og miskunn hans ljós fyrir hugskotssjónum. Skemmst er frá því að segja, að þessi jólasáhnur Lúters komst undir eins inn í íslenzkar sálmabækur. Hann er í Marteinssálmum 1555, nr. 16, og hefst þar á sömu orðum og hafa haldizt allar götur síðan: Heiðra skulum vér herrann Krist. Þessi lofgjörðarorð sem upprunin eru á tungu Marteins biskups Einarssonar, hafa því verið sungin lengur hér á landi en nokkur önnur í íslenzkri kristni. Ljóst er, að Marteinn þýðir sálminn úr dönsku, enda hefir hann snemma komizt inn í danskar sálmabækur. T.a.m. er hann í Málmhaugasálmabókinni 1533 og hefir e.t.v. birzt enn þá fyrr á danskri tungu. Sama þýðing er í sálmabók þeirri, sem talin er merkust sálmabók dönsk á siðbótaröld og kennd er við Hans Thomissön. Hún kom út í Höfii 1569. Fyrsta erindið skal hér sett til samanburðar: Loffuit være du Jesu Christ at du Menniske vorden est föd aff en Jomfru reen oc klar Thi glæder sig alle Engle skar Kyrieleis. Sálmurinn kemur svo einnig inn í sálmabók Guðbrands biskups, nr. 16 þar einnig, og hefír haldizt í sálmabók okkar lengstum síðan. Samt var hann felldur niður í Aldamótabókinni 1801, en kemur aftur inn í Nýjan Viðbæti 1861 og 1863 og þá með lagfæringum sr. Stefáns Thorarensens á Kálfatjömll (1831-1892). Sálmurinn Heiðra skulum vér herrann Krist, eins og hann birtist í Marteinssálmum og sálmabók Guðbrands. 11 Lesanda til glöggvunar: Komast mætti svo að orði, að komið hafi fram 3 ættliðir íslenzku sálmabókarinnar, og hefir þá hver þeirra tekið meiri og minni breytingum eftir því, sem aldur færðist yfir. Sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar kom fyrst út á Hólum 1589. Þær sálmabækur, sem fylgdu í kjölfarið, reistu á henni að meira og minna leyti allt til ársins 1772, er Höfuðgreinabókin kom út á Hólum. Raunar hélzt andi Guðbrands að vissu leyti allt til ársins 1801, er Aldamótabókin kom út undir handleiðslu Magnúsar Stephensens, prentuð í Leirárgörðum. Sú bók kom út í 13 útgáfum, en kom út endurbætt 1871. Árið 1886 kom ný sálmabók út, á sumardaginn fyrsta barst fyrsta eintakið í hendur formanns sálmabókamefndarinnar. Þessi sálmabók er tvímælalaust merkastur áfangi á ferli íslenzku sálmabókarinnar annar en sálmabók Guðbrands biskups. Sálmabækur hafa góðu heilli reist á henni síðan, bæði sálmabókin 1945 og 1972. Að vísu eru ýmsar breytíngar þeirra bóka beggja umdeilanlegar, en viðurkennt er, að sálmabókin hljóti að vera í sífelldri endurskoðun. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.