Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 17
Jólasálmar Lúters
Það vekur athygli við lestur þessa sálms, hve miskunnarbænin stendur
Lúter nærri mitt í fögnuði hans yfír því, sem orðið er. Sama kemur í ljós í
páska- og hvítasunnusálmum hans. Þá er miskunnarbænin honum ofarlega í
huga: kyrioleis, drottinn, miskunna þú. A mestu hátíðarstundum kirkjunnar
stendur honum undur guðs og miskunn hans ljós fyrir hugskotssjónum.
Skemmst er frá því að segja, að þessi jólasáhnur Lúters komst undir
eins inn í íslenzkar sálmabækur. Hann er í Marteinssálmum 1555, nr. 16, og
hefst þar á sömu orðum og hafa haldizt allar götur síðan: Heiðra skulum vér
herrann Krist. Þessi lofgjörðarorð sem upprunin eru á tungu Marteins
biskups Einarssonar, hafa því verið sungin lengur hér á landi en nokkur
önnur í íslenzkri kristni.
Ljóst er, að Marteinn þýðir sálminn úr dönsku, enda hefir hann
snemma komizt inn í danskar sálmabækur. T.a.m. er hann í
Málmhaugasálmabókinni 1533 og hefir e.t.v. birzt enn þá fyrr á danskri
tungu. Sama þýðing er í sálmabók þeirri, sem talin er merkust sálmabók
dönsk á siðbótaröld og kennd er við Hans Thomissön. Hún kom út í Höfii
1569. Fyrsta erindið skal hér sett til samanburðar:
Loffuit være du Jesu Christ
at du Menniske vorden est
föd aff en Jomfru reen oc klar
Thi glæder sig alle Engle skar
Kyrieleis.
Sálmurinn kemur svo einnig inn í sálmabók Guðbrands biskups, nr. 16
þar einnig, og hefír haldizt í sálmabók okkar lengstum síðan. Samt var hann
felldur niður í Aldamótabókinni 1801, en kemur aftur inn í Nýjan Viðbæti
1861 og 1863 og þá með lagfæringum sr. Stefáns Thorarensens á
Kálfatjömll (1831-1892).
Sálmurinn Heiðra skulum vér herrann Krist, eins og hann
birtist í Marteinssálmum og sálmabók Guðbrands.
11 Lesanda til glöggvunar: Komast mætti svo að orði, að komið hafi fram 3 ættliðir
íslenzku sálmabókarinnar, og hefir þá hver þeirra tekið meiri og minni breytingum eftir
því, sem aldur færðist yfir. Sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar kom fyrst út á
Hólum 1589. Þær sálmabækur, sem fylgdu í kjölfarið, reistu á henni að meira og minna
leyti allt til ársins 1772, er Höfuðgreinabókin kom út á Hólum. Raunar hélzt andi
Guðbrands að vissu leyti allt til ársins 1801, er Aldamótabókin kom út undir
handleiðslu Magnúsar Stephensens, prentuð í Leirárgörðum. Sú bók kom út í 13
útgáfum, en kom út endurbætt 1871. Árið 1886 kom ný sálmabók út, á sumardaginn
fyrsta barst fyrsta eintakið í hendur formanns sálmabókamefndarinnar. Þessi sálmabók
er tvímælalaust merkastur áfangi á ferli íslenzku sálmabókarinnar annar en sálmabók
Guðbrands biskups. Sálmabækur hafa góðu heilli reist á henni síðan, bæði sálmabókin
1945 og 1972. Að vísu eru ýmsar breytíngar þeirra bóka beggja umdeilanlegar, en
viðurkennt er, að sálmabókin hljóti að vera í sífelldri endurskoðun.
15