Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 19
Jólasálmar Lúters
Endurbót sr. Stefáns á Kálfatjöm.
1. Heiðra skulum vjer herrann Krist,
heimsins fæddan oss mann í vist
skírlífrar meyjar skauti frá
skaparans englar lof sem tjá.
Sje drottni dýrð.
2. Guðs vors eingetinn sonur sæll,
sannur guð, verður aumur þræll.
Dauðlegt vort hold og blóðið ber
blessaður guð í veröld hjer.
Sje drottni dýrð.
3. Mær í skautinu hefur hann,
heimur allur sem lykja ei kann.
Sá er nú orðinn ungur sveinn,
öllum sem hlutum ræður einn.
Sje drottni dýrð.
4. Eilíft ljós dýrðlegt inn gekk þar;
alla um veröld þess ljómann bar.
Nætur í myrkrum leiptrar ljós;
ljóss vill það bömin gjöra oss.
Sje drottni dýrð.
5. ...
6. Snauður kom hann í heiminn hjer,
himinmildi svo nytum vjer,
yrðum hjá guði auðugir,
englunum helgum samlíkir.
Sje drottni dýrð.
7. Þetta allt, sem að oss er veitt,
ástin drottins fjekk til vor leitt.
Gleðjist því kristnin guðs öll jól
guðs undir blíðu náðarsól.
Sje drottni dýrð.
Stefán Thorarensen, prestur á Kálfatjöm, skinnaði þannig upp
þýðinguna úr sálmabók Guðbrands, en endurþýddi sálminn ekki í
sálmabókinni 1871.12 Hann fellir 5. versið niður og sleppir miskunnar-
bæninni í lok hvers erindis, en tekur upp í staðinn viðlagið: „Sé drottni
12- Fyrr hafði sálmurinn birzt í þessari gerð Stefáns í Nýjum Viðbæti 1861 og 1863.
17