Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 96
Kristján Búason
handrita og handritabrota með texta Nýja testamentisins. Um aldamótin
síðustu kom út í Þýzkalandi vísindaleg útgáfa texta Nýja testamentisins
eftir Eberhard Nestle, sem byggði á þremur eldri útgáfúm þeirra
Tischendorfs, Westcotts og Horts svo og Weiss. Þegar fram liðu stundir
var stöðugt bætt inn lesháttum nýrra handritafúnda. Erhard Nestle tók við
af föður sínum, og útgáfumar urðu alls 25. Sú síðasta kom út 1963.
Þá þótti tímabært að vinna með hjálp tölvutækninnar textaútgáfu frá
gmnni. Stjómandi þessa verks var og er Kurt Aland, prófessor í
kirkjusögu við háskólann í Múnster, Westphalen í Vestur-Þýzkalandi.
Eldri handritafjölskyldur hafa staðizt þessa endurskoðun, en matsaðferðir
hafa slípazt. Ný útgáfa með ítarlegri greinargerð um ólíka leshætti
neðanmáls birtist 1979 undir titlinum: Nestle-Aland, Novum testamentum
Graecae, 26. útg. Þessi útgáfa sýnir víða textann eins og hann var á fyrri
hluta 2. aldar eða 25 - 50 ámm eftir að t. d. frumrit Jóhannesarguðspjalls
var skráð.
c) Samtímasaga
Rannsóknir í samtímasögu Nýja testamentisins hafa skilað
mikilvægum upplýsingum um baksvið Nýja testamentisins. Efhi og tilurð
Nýja testamentisins sjálfs hefur verið tengd heimssögunni, og þannig
hefur verið varpað nýju ljósi á ýmsa þætti þess. Viðfangsefnið hefur verið
saga, landafræði, stjómskipan, trúarbrögð, heimsmynd og
bókmenntaform. Einn brautryðjanda á þessu sviði var Englendingurinn
E. Hatch, sem í riti sínu The Influence of Greek Ideas on Christianity frá
1889 spurði um gagnkvæm áhrif umhverfis hellenismans annars vegar og
kristindómsins hins vegar. Hann aðgreindi hellenistíska og gyðinglega
þætti kristindómsins í trú og hugsun. Á eftir fylgdu rannsóknir á
opinberunarritum gyðingdómsins frá öldunum næst á undan fæðingu Jesú
Krists og fyrstu öldina eftir fæðingu hans. Ómissandi gmndvöllur
rannsókna á þessum ritum er stórt ritverk í 2 bindum undir ritstjóm enska
prófessorsins R. H. Charles (d. 1931), þýðing á opinberunarritum Gamla
testamentisins með skýringum, The Apocrypha and Pseudepigrapha of the
Old Testament, útgefið 1913. Charles átti stóran þátt í ritinu.
Umfangsmikil þekking hans skilaði sér einnig í skýringariti yfir
Opinbemnarbók Jóhannesar. Þýzkir guðfræðingar unnu hliðstætt verk. í
dag hafa guðfræðingar í vaxandi mæli fylgt eftir rannsóknum á
gyðingdómnum í samtíð Jesú, bæði hugmyndum og bókmenntahefð, og
varpað frekara ljósi á líf hans og starf svo og frumkristninnar. Tengsl Jesú
og fmmkristninnar við hið gyðinglega umhverfi verða augljós. Þá ber að
geta hér mikils skýringarits þýzku guðfræðinganna H. L. Stracks og P.
Billerbecks í 5 bindum, sem út komu á ámnum 1922 - 55 og taka til Nýja
testamentisins alls. Þar söfnuðu höfundar miklu efni úr elztu ritum
lærimeistara Gyðinga eða rabbína, frá því um 200 og síðar, en þessi rit
varðveita eldri hefðir. Fleiri rit þessa efnis fylgdu í kjölfarið og vörpuðu
frekara ljósi á marga þætti í lífi Jesú og fmmkristninnar, m.a. Faríseans
94