Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 41
Hjónabandið og fjölskyldan
Sýnt er, að hér er um mismikla aukningu að ræða. Mest er hún í
Noregi, 55%, á íslandi 23%, minnst i Svíþjóð, aðeins um 3%. En þá er að
geta þess, að lang mesta aukningin var komin fram þar áður, eins og fyrr
segir. í Svíþjóð var meðaltala áranna 1961-70 1.32, í Danmörku 1.51 og á
íslandi 0.99. Með hliðsjón af þessum tölum er ljóst, að um tvöföldun á
tíðni hjónaskilnaða er að ræða hér á landi, og hartnær það sama er uppi á
teningnum í hinum löndunum.
Viðhorf til hjónaskilnaða
í könnun Hagvangs er ein spuming, þar sem spurt er um fjölmörg
atriði með tilliti til þess, hvort menn telji, að þau megi réttlæta eða ekki.
Notaður var kvarði frá 1 til 10, þar sem 1 merkir „aldrei réttlætanlegt“,
en 10 „alltaf réttlætanlegt“. Á meðal þess, sem um var spurt var
hjónaskilnaður. íslendingar skipuðu sér nokkum veginn á þennan kvarða
miðjan, meðaltalsútkoman var 5.42. Þeir vom og í miðju Norður-
landaþjóðanna í afstöðu sinni til hjónaskilnaða. Danir og Svíar em fúsari
að réttlæta hjónaskilnaði, Finnar og Norðmenn ófúsari. Meðaltala
Norðurlandaþjóðanna var 4.99, Danir sýnu efstir á kvarðanum 6.89,
Norðmenn lægstir 4,74.
Þegar þessi viðhorf em athuguð í ljósi afstöðu til trúar, kemur í ljós
umtalsverður munur á milli hópa. Sem fyrr segir var meðaltalsútkoman á
meðal allra svarenda hér á landi 5.42. „Ákveðið kristnir“ skipuðu sér
talsvert neðar á kvarðann, 4.0, og „trúlausir“ mun ofar, eða 7.0.
Fjölmennu hópamir, „mikið trúaðir“ og „lítið trúaðir“, liggja nær
meðaltalinu eins og við er að búast, en einnig á þeim er nokkur munur,
hinn fyrri 5,31 hinn síðari 6.04.
önnur spuming um viðhorf til hjónaskilnaða hljóðar svo: Hver af
eftirfarandi atriðum telur þú gefa nægilegt tilefni til hjónaskilnaðar ?
Islendingar hafa nokkra sérstöðu, hvað þessa spumingu varðar.
Þannig telja 76% þeirra, að það sé nægilegt tileíhi, ef annað hjónanna er
hætt að elska hitt, en 56% annarra Norðurlandabúa. 68% íslendinga, en
48% annarra á Norðurlöndum, telja það skilnaðarástæðu, ef hjónin eiga
ekki skap saman. Og 44% íslendinga, en 27% annarra Norðurlandabúa,
telja ófullnægjandi kynlíf gilda ástæðu til hjónaskilnaðar.
Þessar niðurstöður má e.t.v. túlka sem svo, að íslendingar geri meiri
kröfur til náinna tilfinningalegra tengsla á milli hjóna en aðrar þjóðir.
Þessar niðurstöður em og í góðu samræmi við þau svör, sem fengust,
þegar spurt var um, hvað menn teldu stuðla að farsælu hjónabandi, sbr.
hér að framan.
Eitt atriði er það, sem íslendingar álíta miklum mun síður
skilnaðarástæðu en aðrir. Það er ef annað hjónanna á við áfengisvandamál
að stríða. 37% íslendinga telur það ástand gilda ástæðu, borið saman við
72% annarra Norðurlandabúa. Þessi mikli munur kann að segja þá sögu,
að íslendingar líti öðm fremur á óhóflega áfengisneyslu sem sjúkdóm. Og
veikindi annars hjóna er ekki talin skilnaðarástæða skv. könnuninni.
39