Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 41

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 41
Hjónabandið og fjölskyldan Sýnt er, að hér er um mismikla aukningu að ræða. Mest er hún í Noregi, 55%, á íslandi 23%, minnst i Svíþjóð, aðeins um 3%. En þá er að geta þess, að lang mesta aukningin var komin fram þar áður, eins og fyrr segir. í Svíþjóð var meðaltala áranna 1961-70 1.32, í Danmörku 1.51 og á íslandi 0.99. Með hliðsjón af þessum tölum er ljóst, að um tvöföldun á tíðni hjónaskilnaða er að ræða hér á landi, og hartnær það sama er uppi á teningnum í hinum löndunum. Viðhorf til hjónaskilnaða í könnun Hagvangs er ein spuming, þar sem spurt er um fjölmörg atriði með tilliti til þess, hvort menn telji, að þau megi réttlæta eða ekki. Notaður var kvarði frá 1 til 10, þar sem 1 merkir „aldrei réttlætanlegt“, en 10 „alltaf réttlætanlegt“. Á meðal þess, sem um var spurt var hjónaskilnaður. íslendingar skipuðu sér nokkum veginn á þennan kvarða miðjan, meðaltalsútkoman var 5.42. Þeir vom og í miðju Norður- landaþjóðanna í afstöðu sinni til hjónaskilnaða. Danir og Svíar em fúsari að réttlæta hjónaskilnaði, Finnar og Norðmenn ófúsari. Meðaltala Norðurlandaþjóðanna var 4.99, Danir sýnu efstir á kvarðanum 6.89, Norðmenn lægstir 4,74. Þegar þessi viðhorf em athuguð í ljósi afstöðu til trúar, kemur í ljós umtalsverður munur á milli hópa. Sem fyrr segir var meðaltalsútkoman á meðal allra svarenda hér á landi 5.42. „Ákveðið kristnir“ skipuðu sér talsvert neðar á kvarðann, 4.0, og „trúlausir“ mun ofar, eða 7.0. Fjölmennu hópamir, „mikið trúaðir“ og „lítið trúaðir“, liggja nær meðaltalinu eins og við er að búast, en einnig á þeim er nokkur munur, hinn fyrri 5,31 hinn síðari 6.04. önnur spuming um viðhorf til hjónaskilnaða hljóðar svo: Hver af eftirfarandi atriðum telur þú gefa nægilegt tilefni til hjónaskilnaðar ? Islendingar hafa nokkra sérstöðu, hvað þessa spumingu varðar. Þannig telja 76% þeirra, að það sé nægilegt tileíhi, ef annað hjónanna er hætt að elska hitt, en 56% annarra Norðurlandabúa. 68% íslendinga, en 48% annarra á Norðurlöndum, telja það skilnaðarástæðu, ef hjónin eiga ekki skap saman. Og 44% íslendinga, en 27% annarra Norðurlandabúa, telja ófullnægjandi kynlíf gilda ástæðu til hjónaskilnaðar. Þessar niðurstöður má e.t.v. túlka sem svo, að íslendingar geri meiri kröfur til náinna tilfinningalegra tengsla á milli hjóna en aðrar þjóðir. Þessar niðurstöður em og í góðu samræmi við þau svör, sem fengust, þegar spurt var um, hvað menn teldu stuðla að farsælu hjónabandi, sbr. hér að framan. Eitt atriði er það, sem íslendingar álíta miklum mun síður skilnaðarástæðu en aðrir. Það er ef annað hjónanna á við áfengisvandamál að stríða. 37% íslendinga telur það ástand gilda ástæðu, borið saman við 72% annarra Norðurlandabúa. Þessi mikli munur kann að segja þá sögu, að íslendingar líti öðm fremur á óhóflega áfengisneyslu sem sjúkdóm. Og veikindi annars hjóna er ekki talin skilnaðarástæða skv. könnuninni. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.