Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 61
Lestur og ritskýring
Sögulegar heimildir um líf manna á fyrstu öldum tímatals okkar eru
af skomum skammti. Við vitum harla lítið um hina raunvemlegu
lesendur, daglegt líf þeirra og almenn viðhorf. Ósjálfrátt eignum við þeim
viðhorf okkar sjálfra, sem lifum við aðrar aðstæður, og getur það
stundum glapið okkur sýn. Sama gildir um lesandann og það sem áður var
sagt um höfundinn: Það eina sem við getum í ratm og vem sagt um
lesandann er það sem við lesum út úr textunum sjálfum um hann.
Félagsfræðin og bókmenntafræðin hafa hvor á sinn hátt glímt við þetta
verkeftii.
Á síðari tímum hefur mikið verið ritað um lesandann38 í
bókmenntum og má segja að það hafi innleitt nýtt tímabil í ritskýringu
Biblíunnar. Hér að framan var minnst á líkan Seymor Chatmans og
greiningu hans á höfundinum í raunverulegan höfund, sögumann og
innbyggðan ftö/und.39 Hann greinir lesandann á samsvarandi hátt í
raunverulegan lesanda (Real Reader), áheyranda sögumanns (Narratee)
og innbyggðan lesanda (Implied Reader).
Raunvemlegur lesandi er maður af holdi og blóði sem las eða hlýddi
upphaflega á textann eða hlýðir núna á hann.
Áheyrandi sögumanns hlýðir á sögumanninn, röddina sem talar í
textanum og fylgist með frásögunni eða röksemdafærslunni eins og hún
kemur fyrir í textanum.
Innbyggði lesandinn reynir að átta sig á því hvað innbyggði
höfundurinn er að tjá með texta sínum, hvemig hann notar stflbrögð og
myndir til þess að koma boðskap sínum til skila.
Aðrir tala t.d. um höfundarlesendur, þ.e. þá mynd sem höfundurinn
gerir sér af lesendum sínum, fyrirmyndarlesendur (,,ideaflesendur“), þ.e.
lesendur sem búa yfir öllum forsendum til þess að skilja hvað höfundur er
að fara (myndmál hans, íróníu o.s.frv.), upplýsta lesendur, þ.e. lesendur
sem hafa aflað sér þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar em til þess að
skilja textann og einfalda lesendur („naíva“ lesendur), þá sem lesa textann
eins og hann kemur fyrir.
Menn gera greinarmun á rýnendum og lesendumý° rýnandinn
stendur utan textans og virðir hann fyrir sér eins og úr fjarlægð, lesandinn
reynir hins vegar að ganga inn í lestrarferiið.
Um lestrarferlið hefur einnig talsvert verið ritað. Menn hafa rætt um
38 S. Mailloux, Interpretive Conventions. The Reader in the Study of American
Fiction, (Ithaca/London: Comell University Press, 1982); sami: „Reader-Response
Criticism?“ Genre 10 (1977) bls. 413-431; R. M. Fowler, „Who Is ‘the Reader* of
Mark's Gospel?" SeminarPapers Societyof Biblical Literature, Annual Meeting 1983
bls. 31-53; E. V. McKnight, The Bible and the Reader: An Introduction to Literary
Criticism, (Philadelphia, Fortress Press , 1985); Jón Sveinbjömsson, „Biblían og
bókmenntarýnin“, Orðið, 19.árg.l.tbl.l985 bls. 6-13.
39 Sjá neðanmálsgrein nr. 3 hér að framan.
40 G. Steiner, ,,‘Critic‘/‘Reader“, New Literary History, 1979.
59