Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 66
Jón Sveinbjömsson
atvikssetningar á íslensku. Setningatengsl eru einnig önnur. Á grísku fer
illa á því að hafa setningar án tenginga, en á íslensku getur farið vel á því
og oft annkannalegt að sjá t.d. margar setningar hefjast á samtengingunni
»og“.51
Hinn þýddi texti er verk þess sem þýðir, þar sem ein túlkun eða
þýðingarlausn er tekin fram yfír aðrar, sem ef til vill kæmu eins til greina.
Nokkur þekking á grísku máli er því nauðsynleg til þess að hægt sé að gera
sér grein fyrir „nákvæmni“ þýðingar. Athyglisvert er að bera saman
þýðingar eins og Revised Standard Version (RSV), sem stendur gríska
textanum nokkuð nærri að ytri gerð, og Today's English Version (TEV),
þar sem gríski textinn hefur verið greindur í „kjamasetningar“ og síðan
færður yfir á nútíma ensku. Nánar er fjallað um biblíuþýðingar í bókinni
The Theory and Practice of Translation eftir Eugene Á. Nida og Charles
R. Taber.52
Þegar biblíuþýðing er lesin getur verið ástæða til að athuga hvort
þýða megi orð og orðasambönd á annan hátt en gert hefur verið, eða hvort
segja megi einhverjar setningar á skýrari hátt, hvort íslenskt orð sem
notað er til að þýða grískt orð nái merkingarþætti gríska orðsins, hvort
tíðarmerking grískunnar komi nógu glögglega fram, hvort nauðsynlegt sé
að leysa upp eignarfallsliði, hvort ástæða væri að þýða nafnorð í grísku
sem felur í sér verknaðarmerkingu með sagnorði á íslensku, og svo mætti
lengi telja.
Auk orðabóka hafa menn fyrst og fremst notað orðstöðulykla til þess
að kanna málnotkun og merkingarþætti grískra orða og orðasambanda, en
nú er hægt að nota tölvur og leita að orðum og talsháttum á miklu
fljótvirkari hátt en áður hefur þekkst53 (b).
í þessum þætti reynum við að afla okkur sem gleggstrar myndar af
kaflanum sem við emm að ritskýra, og í því skyni skoðum við m.a.
eftirtalin atriði til glöggvunar og til greiningar á innihaldi: Upphaf og lok
textans sem ritskýra á, innri skiptingu hans, og þrengra og víðara
samhengi innan ritsins (c). Tíma- og staðarákvarðanir í textanum (d).
51 Sjá nánar: Jón Sveinbjömsson „í tilefni nýrrar Biblíuþýðingar," Orðið, 14-16. árg.
1979-1982, bls. 3-16.
52 E.A. Nida & Ch. R. Taber, The Theory and Practice of Translation, (Leiden:
Brill, 1969); J. de Waard & E. A. Nida, From One Language toAnother. Functional
Equivalence in Bible Translating, (Nashville: Thomas Nelson, 1986); Jón
Sveinbjömsson, „Eugene Albert Nida,“ Orðið, 21. árg. l.tbl. 1987, bls. 48-49.
53 Nú er mögulegt að fá allar grískar bókmenntir á geisladiskum frá TLG (Thesaums
Linguae Graecae) við University of Califomia, Irvine. Miklir möguleikar felast í notkun
tölva við ritskýringu, og em menn smám saman að gera sér það ljóst. Sjá t.d. M. D.
Langston, „The Old Paradigm in Computer Aids to Invention: A Critical Review,“
Rhetorical Society Quarteriy, XVI,4 (1986) bls. 261-284; T.E. Boomershine, „Biblical
Megatrends: Towards a Paradigm for the Interpretation of the Bible in Electronic
Media,“ Seminar Papers, Society of Biblical Literature, Annual Meeting 1987 (Atlanta:
Scholars Press, 1987) bls. 144 - 157.
64