Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 13
Bjami Sigurðsson
JÓLASÁLMAR LÚTERS
Hinn 1. júlí 1523 vom 2 ungir Ágústín-munkar frá klaustrinu í
Antwerpen brenndir á báli á markaðstorginu í Brússel í Belgíu.
Munkamir, Heinrich Voes og Jóhann Eschen, vom sakaðir um villutrú,
þar sem þeir höfðu lýst stuðningi sínum við siðbót Marteins Lúters. Þeir
vom fyrstu píslarvottar siðbótar. Skömmu eftir þennan atburð ritaði
Lúter huggunar bréf, Sendbrief an die Christen im Niederiand, þar sem
hann lýsti hryllingi sínum á þessum verknaði. Jafhframt lét hann í ljós
hrifningu vegna staðfestu munkanna ungu.1
í tilefhi þess atburðar yrkir Lúter líka fyrsta ljóð sitt, svo að vitað sé,
í ágúst 1523, þar sem hann tjáir gleði sína yfir mætti fagnaðarerindisins.
Hér er komið „fyrsta reginhögg næturgalans frá Wittenberg“.2
Lúter lét þegar prenta ljóðið í flugriti og varð það víðkunnugt með
skjótri svipan. Hann kallar það Ein neu lied von den zweyen Marterem
Christi, zu Brussel von den Sophisten zu Löwen verbrannt. Það hefst á
þessu vísuorði: Ein neues Lied wir heben an. Ljóðinu fylgdi lag eftir
Lúter sjálfan.3
Hér er vissulega ekki um að ræða trúarljóð ætlað til kirkjusöngs.
Samt má hér merkja dæmi þess, sem átti eftir að einkenna trúar- og
sálmaskáldið Martein Lúter. Ljóð hans höfðu um margt á sér einkenni
alþýðuskáldskapar, enda sungust þau inn í hjarta alþýðu manna með
undraverðum hraða og áttu ótvíræðan þátt í að greiða boðskap hans götu.
Sálmar hans em einfaldir að máli og gerð og trúfræði þeirra auðskilin. En
einfaldleiki þeirra og gleði, sem vissulega var samboðin
fagnaðarerindinu, átti greiða leið til móts við trúarþörf fólksins. Þeir em
ortir af trúarlegri þörf guðfræðingsins Marteins Lúters.
Ekki verður fullyrt um, hve nær Lúter yrkir sálma sína né hve nær
þeir kunni að hafa verið prentaðir fyrst í flugritum, þar sem víst er, að
þeir komu margir fyrir almenningssjónir, áður en þeir komu út í
sálmasöfnum. Sumir ætla, að einhverjir sálmar hans hafí verið ortir
allnokkmm árum áður en þeir birtust. Hinir em þó trúverðugri, sem telja,
að þeir hafi að kalla verið nýir af nálinni, þegar þeir komu út í safnritum.
1 Ausgewahlte Werke, III, bls. 61 n.
2 Friedrich Spitta, Ein feste Burg, bls. 274, athugagrein 1.
3 WA 35, bls. 487 n. Sjá enn fremur Hans Joachim Moser, Die
Melodien der Lutherlieder, bls. 60.
11